Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1921, Qupperneq 46
46
framan bls. 11, um þessa búð, eftir að Heidemann hætti að nota
hana; var talið líklegt, að hún hafi lagst í eyði, smátt og smátt
hrörnað og gengið til grunna.
Eins og Guðmundur Skagfjörð hefir látið við getið í afskrift
sinni af búðaskipuninni frá 17001 stóð timburhúsið, þá er haun
gerði afskriftina, þar sem »Heidemann setti sína búð 1700«, þetta
timburbús, er Árni byskup nefnir: »amtmannsbúð, sem kölluð var
amtmannsstofa, hvítt og skinið timburhús*. — í fyrstu hefir það
þó verið kallað amtmannsbúð, eins og sú búð hafði verið nefnd, er
áður var tjölduð af amtmanni og Kristján amtmaður Muller hafði
látið byggja hjer rjett sunnan við 1691; það sjest af því er Jón
syslumaður Amason segir á bls. 462 í Isl. Rœttergang: »Fra Lav-
Rætten gaae Sagerne til den saa kaldte Over-Ræt, hvilken, ligesom
hin, holdes paa Lands-Tinget og det nu om Dage i et Timmer-Huus
opbygget Amtmanden til Beboelse saalænge Tinget varer, og derfor
sædvanlig kaldet Amtmands-Boed«2 3 * *. Þetta kemur heim við sögu
Jóns prófasts Steingrimssonar, er áður var tilgreind (við lýsing-
una af búð nr. 1): »Sú timburbúð, sem hann (þ. e. Olafur Steph-
ánsson amtmaður) var í, sneri til austurs og vesturs. Var austan á
henni stórir glergluggar*. Svo sem áður var einnig tekið fram,
geta þeir Eggert Olafsson og Bjarni Pálsson um þetta hús á bls.
1030 í ferðabók sinni (sbr. aths. á bls. 33, við lýsinguna á búð 13.).
Eru þessir tveir vitnisburðir, Jóns Árnasonar og þeirra Eggerts og
Bjarna, ritaðir um líkt leyti8. Svo sem amtmannsbúð og lögrjettan
höfðu verið bygðar fyrir tilstilli Christophers Heidemanns og
og Sigurðar lögmanns Björnssonar sama árið, 1691, svo mun einnig
um 60 árum síðar, hin önnur amtmannsbúð og hin nýja og síðasta
lögrjetta hafa verið bygðar af timbri fyrir tilstilli Magnúsar lög-
manns eða amtmanns Gíslasonar, en hvaða sumar það hefir verið,
er mjer ekki kunnugt um. Eftir því er Guðm. Skagfjörð segir
(sbr. bls. 33) sýnist »amtmanns tjaldaða búð« hafa staðið enn 1750
— Kálund getur þess í ísl beskr., I., bls. 148 og i aths. 1 á bls.
128, að Sveinn læknir Pálsson taki það fram í dagbók sinni 1792
(Skrifter af naturhist. Selskab III., I., bls. 192), að á alþingisstaðn-
um sjáist þá að eins 2 timburhús; »det ene er Amtmandens Stue,
rent forfaldet, formedelst Mangel paa Oppasning og Reparation; det
1) Sbr. bls. 18—19 og 33.
2) Sbr. enn fremur bls. 449—450 s.Bt., sem tilgreint var hjer að framan.
3) Þeir Eggert komn á Þingvöll 1700, ea ritnðu þetta 1756, sbr. Isl. beskr.
I., bls. 124. Jón hefir sennilega skrifað bók sína & árnnum 1754—1761; hún kom
út 1762.