Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1921, Page 56
56
talist vera á búðarstæði þeirrar fornbúðar í búðaskipuninni frá 1700,
og vísast til þess.
Um 30. m. fyrir suðvestan þessa tótt markar S. G. á uppdrætti
sínum óglöggar búðarleifar. Er ekki fjarri því, að þar kunni að
virðast vottur mannvirkis nokkurs, lítils, en alt er það óvíst
og óljóst.
35. Frammi á árbakkanum, kippkorn fyrir sunnan ranann,
sem 30. og 31. búðartótt standa á, er sú ferhyrnda grjótdreif, sem
nefnist »Njáls-búð«. Er hjer nú engin upphækkun og engir veggir,
en grjótið sýnir hvar veggirnir hafa verið. Þeir virðast hafa ver-
ið ca. 1,50 m. að þykt og leng'din er nú um 25,50 m, en br. 8,50
m. að utanmáli. Er hjer dálítið nef út í ána, sem myndar bug á henni.
S. V. rannsakaði þessa búð, sem áður var sagt, 4,-5. júní
1880, og er skýrsla hans um þá rannsókn, og lýsing á búðinni eins
og hún var áður en hann fór að grafa í hana, á bls 13—14 í Árb.
1880—81. Segir hann hana þar 86 fet að lengd (= 27 m.) og 26
(25—27) feta breiða (ca. 7,85—8,50 m.), en dyr vera á eystra hlið-
vegg, nær nyrðra enda. — Búðarleifar þessar eru markaðar á upp-
drætti þeirra S. G. og B. G. og ritað »Njálsbúð« við, en á upp-
drætti herforingjaráðsins er hún ekki. S. G hefir þózt geta greint
einhverja skiftingu á þessu mannvirki langsum og aðra búð,
óglögga, vestanvið þessa, sbr. uppdráttinn aftanvið Alþst.; telur að
hjer hafi jafnframt verið Gunnarsbúð og Holtamannabúð (sbr. skrána,
10., og bls. 9 í ritgerðinni (1. búð, — og þó eru taldar 3 búðir á
undan!). — Engar af þessum búðum eru neins staðar nefndar í
Njáls-s. eða öðrum fornritum og allsendis óvíst, jafnvel ólíklegt, að
Njáll hafi haft sjerstaka búð; eins sennilegt, að hann hafi verið í
Rangæingabúð, og ekkert ólíklegra eftir Njáls-s., að Rangæingabúð
hafi verið hjer en að hún hafi verið þar sem búðaskipunin eldri
segir að búð Marðar gígju hafi verið, sbr. 33. búð.
Vesturundan suðurendanum á þessari búð markar S. G. á sín-
um uppdrætti glögga búð, sbr. uppdráttinn aftanvið Alþst.; er hún
þar merkt 8 og kölluð á skránni »Skapta búð (ölvesinga búð)»,
sbr. bls. 7 í ritinu; sett hjer samkvæmt búðaskipuninni eldri. —
Nokkur vottur mannvirkis virðist varla kunna að vera hjer, eða
óljóst er það þá, og ekki hefir B. Gr. markað hjer neitt á sinn upp-
drátt. En nokkru sunnar, þar sera S. Gf. markar óljósa tótt (7 á
útg. og skrá í Alþst.), er hann telur vera Markúsar Skeggjasonar
(shr, bls. 9 í Alþst.) markar B. G. tótt, er hann telur Gríms Svert-
ing88onar. Er þetta einnig eftir búðaskipuninni eldri. Hjer eru