Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1921, Page 57

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1921, Page 57
57 þúfur, sem skera sig út úr umhverfinu og virðast kunna bera vott um einhverjar gamlar mannvirkisleifar, en tóttarlag sjest ekkert. — Enn sunnar og nær ánni markar S. G. aðra óljósa búð, er hann segir vera Gríms Svertingssonar; sbr. Alþst. bls. 9, uppdráttinn og skrána (nr. 6). B. G. setur þar nokkra punkta í ferhyrning, og annan litlu vestar, suður undan þeirri búðinni, er hann setur nafn Gríms Svertingssonar við. Hjá þessum ferhyrningum, sem eiga lík- lega að tákna sjáanlegar, en óglöggar búðaleifar, setur hann: »Mark- úsar og Skafta búðir*. Er það gert eftir búðaskipuninni sjálfsagt, eins og öll þessi nöfn hjá þeim S. G og B G. báðum. — Á þeim staðnum, sem nær er ánni, er ekki laust við að sjáist einhver óljós verksummerki. Búðir þeirra Gríms og Markúsar lögsögumanns munu hvergi nefndar og er næsta undarlegt að búðaskipunin skuli segja, að þær hafi verið hjer um slóðir, en búð Skapta er óefað sama búðin og nefnd er Ölvesingabúð í Njáls-s., og er ekki óeðlilegt samkvæmt frásögnunum um liðsbónarfarirnar, að ímynda sjer að hún hafi verið hjer sunnantil, nálægt öðrum búðum, sem hjer eiga að hafa verið, enda er þetta sennilega sett með hliðsjón af þeim frásögnum. Enn hefir S. G. þózt sjá búðarleifar fast upp við hallinn vestur frá Skapta-búð sinni, rjett fyrir vestan þá búð, er áður var sagt að hann markaði óljósa og setti nafnlausa á uppdrátt sinn, um 30 m. fyrir suðvestan 34. búð; og loks markar hann tvennar aðrar búða- leifar fyrir sunnan þær, er hann kennir við Grím Svertingsson og Markús lögsögumann, austanvið tjörn, sem þar verður í mýrinni. Sjá uppdráttinn aftanvið Alþst.; en ekki hefir Ben. Gröndal borið lit í þessar leifar, enda er hjer ekkert þesslegt að sjá, að ástæða sje til að ætla að hjer hafi nokkur mannvirki verið. Þess ber að geta, að fremur er votlent hjer um slóðir, alt fyrir sunnan ranann, sem 30. og 31. búð standa á, þar eð landið er lítið hærra en vatnsflöturinn og sennilega oft undir vatni þegar hátt er í. Fyrir þvi geta búðarleifar, sem hér hafa kunnað að sjást óljóst fyrir 60 árum, verið orðnar ógreinanlegar nú Skulu nú ekki til tíndar hjer fleiri búðatóttir vestan árinnar, en lögrjettu og lögbergs skal getið síðar. C Búðir, búðaleifar o. fl austan ár. Svo sem alkunnugt er, sjást nú harðla fáar búðaleifar austan ár. Stendur þetta í sambandi við það er áður var sagt um bygging þeirra búða, er nú er að finna á Þingvelli. Þær eru nær allar frá
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.