Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1921, Page 59

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1921, Page 59
59 við eystra hliðvegg nyrzt, nær 20 feta (=6,28 ra) á hvorn veg. í króknum að sunnanverðu við útbygginguna sýndist hafa verið grjótbálkur áfastur við hana um 16 fet (=5 m) á hvorn veg. í honum miðjum eða þar um bil fannst rnikið af ösku, nokkur viðar- kol og dálítið af nautsbeinum. — Sbr. enn fremur útgáfu S. V. af uppdrætti B. G. með viðaukum eftir S. V. aftanvið Árb. 80—81. Nú er þettá alt vallgróið aftur og óljóst hvar verið hafi hleðsl- ur þær er S V. fann, nema gaflhlöðin eru bæði greinileg enn og allhá. Fyrir vestari hliðvegg sjer og nokkuð, einkum sunnantil; sumuleiðis má sjá hvar dyr þær hafa verið, sem S. V. getur um, 11—12 fet (um 3,50 m) frá norðurgafli að innan. Mál þau, er S. V. tilgreinir, virðast hafa verið rjett. Norðurendinn er mjórri, ura 20 fet nú (=6,28m ). — Fyrir útbyggingunni sjer nær ekki; má þó sjá við hvað S. V. heflr átt, enda segir hann ljóst til þess. — Alt er túnið þarna með óverulegum smáþúfum nú. — Tóttin er ekki mörkuð á uppdrætti herforingjaráðsins, en á uppdráttum B. G. og S. G. eru hjer markaðar 3 búðir, miðbúðin löng og glögg, Byskupabúð, en óglögg búð við hvorn enda hennar; kalla þeir hina nyrðri Síðu-Halls-búð og hina syðri Flosabúð (hina fyrri B. G., =Svínfellinga-búð, S. G.). Sbr. útgáfurnar af uppdráttunum og Alþst. 23—24, þar sem S. G. skýrir ljóslega hvernig þetta hefir komið þeim fyrir sjónir þá, og á hverju þessi heiti eru bygð, sem þeir gefa búðum þessum, nefuilega búðaskipuninni frá 1700, og hvað við víkur Byskupa-búð, almennri sögn jafnframt; en í búða- skipuninni stendur: »Flose hafde ádur bud fyrer austan ana skamt frá Sijdu Hallsbud, hvar sidar var B[ysku]ps Augmundar bud, vest- an til vid Þingvallatrader: á hægre hónd í tunenu þá heim ad kyrkiunne er ridid«. I rauninni mun hvorki hægt að sanna þetta, nje ósanna. Eins og Kálund og S G. hafa bent á eru allar líkur til, að búðir Síðu-Halls og Flosa (Svínfellinga) hafi verið austan ár. Hin »al- menna sögn« um Byskupabúð kann að vera bygð á búðaskipuninni, en þó bendir nafnið Gyrðs-búð, sem er annað nafn eða hið þriðja á þessari búð, á það, að sjerstök munnmæli hafi lifað um þessa búð, því að ekki er það nafn í búðaskipuninni. Kemur þetta einnig heim við það er Einar próf. Einarsen segir i brjefi sínu til S. G. 20. sept. 1863: »Fyrir austan ána veit jeg að nefna Skaptabúð á sjálfu Lögbergi, og Gyrðisbúð uppá Biskupshólunum í túninu. Var það leingi, að biskupar tjölduðu þá búð, og ekki mátti heimabóndi slá hóla þessa, því þeir voru ætlaðir biskupshestum, unz seinustu bisk-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.