Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1921, Síða 60

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1921, Síða 60
60 upar tóku að hafa hús heima*1. — Af nöfnunum mætti ráða, að Gyrður byskup ívarsson (1349—1360) hafi fyrstur bygt búð þessa, en Ögmundur byskup Pálsson (1521 — 1542) notað hana síðastur. Þessi búð er hin eina, sem kunnugt er um, að notuð hafi verið á miðöldunum á Þingvelli, auk »hirðstjórabúðar«, er sýnist hafa verið að eins tjaldbúð (sbr. bls. 12). Austanvið þessa búð syðst (eða eginlega Flosabúð) marka þeir B. G og S. G. sjerstaka, stóra búð, óglögga. Sjá útgáfurnar af uppdráttum þeirra. S. G. ætlar, að hjer hafi verið búð Hróars Tungu-goða og Mýdæla, og gerir grein fyrir því á bls. 26—27 i Alþst2. Eins og þar má sjá, er ekkert annað fyrir þessu en það eitt, að af þætti Þorleifs jarlsskálds má sjá, að hann bjó á Höfða- brekku í Mýdal og átti búð austan ár (sbr. Fjörutíu lsl þœtti, bls. 394 — 395). En hvað því annars við víkur, að þarna hafi sjest óglögg búðartótt uru 1860, skal það tekið fram, að um 10—20 árum síðar sjá þeir þar enga tótt, Kálund og S. V., og engra sýnilegra tóttarleifa verður þar vart nú, en suðvestur-undan iöngu búðinni er ávalur hryggur eða upphækkun, er snýr þversum, 6,50 m. fyrir sunnan syðra gaflhlað; þetta er um 10,50 m. að 1 og um 3,75 m. að br. Sljettað hefir verið umhverfis. Ef til vill hefir verið hjer búð einhverju sinni; jafnvel kann þetta að vera »Flosabúð« þeirra B. G. og S. G., þótt hún eigi raunar að snúa langsum. — Litlu suðvestar er önnur upphækkun, samhliða og álika, en minni. Um 10 m. fyrir sunnan kirkjugarðinn er nokkur upphækkun, sem kann að virðast vera eftir búð S. G. hefir markað hana á uppdrátt sinn, helzti langt frá garðinum þó, gizkað á fyrst, að þar hafi verið Sámsbúð, en síðan þótt það ólíklegt og skrifað hjá þessu á uppdrátt Binn: »Varla búð«. — Aðra líka þúst, en minni markar hann norðar, vesturundan kirkjugarðinum, en lætur ekki í ijós neina ágizkun um ákveðna búð þar. Fyrir norðan veg þann, sem er fyrir norðan túnið, vottar nú á tveim stöðum fyrir nokkrum af hinum fornu búðum er staðið hafa austan ár, en mjög eru búðaleifar þessar orðnar óglöggar nú og verður engin tóttarlögun sjeð neins staðar. Þær eru á tveim 1) Jón byskup Árnason var á prestssetrinu um Þingtimann, segir í umsagnar- brjefi Lafrents amtm. 1736, sem prentað er hjer á eftir. Sbr. einnig gömlu myndina. 2) Hvað því viðvikur, sem hann segir þar að búð þessi sje sett á gömlu myndina, þá skal það tekið fram hjer, að á gömlu myndinni eru sýnd 2 hrauktjöld á Byskupshólunum en af þvi verðnr tæplega ráðið, að þá hafi á þessum sama stað verið „allglögg11 búðartótt.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.