Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1921, Síða 65
65
en ekki á völlunum fyrir norðan ána, því að þá hefði verið eðli-
legra að segja, að þeir hefðu fært dóminn suður í hraunið hjá
Byrgisbúð.
Um lögrjettu-stað norður á völlunum fyrir norðan ána, þann er
S. G. (og S. V.) hefir sett á uppdrátt sinn og merkt 60, mun
rætt síðar.
37. Mannvirkið á Spönginni. S. V. rannsakaði það með grefti
1 — 4. júni 1880, sbr. Árb. 1880—81, bls. 8 —9. og 11.—13., og vís-
ast hjer til þeirrar skýrslu (með mynd á uppdr. aftanvið). í sam-
hengi við lýsingar mínar á öðrum gömlum mannvirkjum á alþing-
isstaðnum skal hjer sett stutt lýsing á þessu einnig, dregin að öllu
leyti út úr þessari skýrslu S V. — Mannvirkið er hringmynduð
tótt eða girðing og ferhyrnd tótt innan í. Milli svo nefnds Lög-
(sögu)manns-hóls (eða -hæðar) og þes3 er 51 fet (16 m) og er það
fyrir suðvestan hólinn, þ. e. nær bænum, en sömu megin og hann
á Spönginni, og er að eins 12 feta (3,76 m.) breitt bil vestanvið
það, en ekkert austanvið. Á þann veginn, þversum yfir Spöngina,
er hringurinn 53 fet (16,63 m.), en á hinn veginn, langsum eftir
Spönginni, er hringurinn 60 fet (18,83 m.), og 1 feti meiri er hann
að þvermáli mitt á railli þessara höfuðstefna, án þes3 þó, að nokk-
ur horn komi fram; er hann þannig óreglulega sporbaugsmyndaður
og 16 — 19,15 m. að þverm og utanmáli, en innanmál er ekki til-
greint, heldur virðist af skýrslu S. V. eiga að skoða þetta fremur
sem sporkringlu- og jafnvel bungu-myndaða upphækkun. Þó er
sögð ferhyrnd tótt »innani« hringnum, 31 fet (9,73 m) að lengd
(þversum á Spönginni), og 21 (6,60 m.) að breidd, hvorttveggja að
utanmáli; dyr á henni eru á suðvesturhliðvegg miðjum. Veggir tótt-
arinnar eru sagðir >gildir og miklu hærri en brún bringsins um-
hverfis«, en þykt þeirra er ekki tilgreind, nje innanmál tóttarinnar.
Ekki er tóttin í miðjum hringnum, heldur er 7 fetum (2,20 m.) breið-
ara bilið fyrir aftan eða norðaustan hana en bilið fyrir suðvestan
hana, nefnilega þeim sömu 7 fetum, sem hringurinn er meiri á
þann veginn en hinn.
Mannvirkið var nær alt úr mold; sáust ekki við rannsóknina
neinar hleðslur, hvergi »nema nokkrir steinar saman, og það á
stangli, sem hefðu getað verið hleðslusteinar undir nokkrum beinum
vegg«, en sums staðar kom í ljós »hryggur af smágrjóti undir hring-
röndinni yztu;-------og fyrir líkum grjótbrygg vottar bili innar —
— og gæti sá hryggur hugsast að liggja undir öðrum hring innan
í hinum----------; jafnvel innar kynni að sýnast votta sums staðar
5