Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1921, Síða 77
77
engin ástæða hefði verið til flytja hana þaðan, hefði hún verið þar.
Engar sagnir eru um að Þorleifs-haugur hafi verið norður af þeim
stað og engin merki sjást til þess. Ekki er gefið í skyn í þættinum,
að lögrjettan sje á öðrum stað þá en fyrrum. Engar af þeim sög-
um, 8em til eru frá því fyrir þann tima, geta neitt um, að lögrjett-
an hafi verið flutt úr sínum forna stað. Hvergi er minnst á neinn
flutning lögrjettunnar fyr en 1563, en þá er sögð fram komin
knýjandi nauðsyn til flutningsins Að lögrjettan hafi verið norðarlega
á völlunum austan ár, kemur vel heim við frásagnir þær er áður
var getið í Njálss. og Sturl.-s. o. fl., og ekki að eins við Þorleifs-
þátt Orðatiltækið að ganga upp á völlu á engu ver við um þessa
völlu en hina nyrðri, þegar gengið er vestan yfir á, yfir brúna, og
þaðan upp eftir. Sá staður, sem jeg á við austan ár, er um 300 m.
sunnar en sá, er þeir S G. og S V. áttu við, og hefir verið hjer
um bil helmingi nær brúnni.
En hvort heldur hafa átt sjer stað 3, eða ekki nema 2 lög-
rjettuflutningar alls, einn í hólma af völlunum, annar úr sama
hólma á síðasta lögrjettu9tað, þá kann það samt að vera rjett, að
lögrjettan hafi verið í fornöld norðarlega á völlum, sem verið hafi
austan árinnar. En sannanir verða ekki færðar fram fyrir því að
svo stöddu.
Eins og kunnugt er og áður var drepið á var lögrjettan
ekki í neinni búð eða tjaldaðri tótt fyr en 16911. Kálund álítur
að hún hafi þó verið í eins konar girðingu eða opinni tótt; ræður
það af orðalaginu nm »lögrjettunnar uppbygging«, ad hun mætti til
eins almennilegs þijnghuss verda endurbætt«, er það var ákveðið
1690, og í annan stað af gömlum uppdráttum af lögrjettunni. Þessir
uppdrættir hafa nú verið prentaðir í Alþb ísl. I, bls. 2 og II., bls.
364; er hinn fyrri að líkindum af lögrjfttu svo sem hún var áður
en tótt hefir verið gerð um hana, eins og hún var úti í hólmanum,
því að þar mun engin tótt hafa verið um hana;2 en hinn yngri,
sem á raunar að vera frá 1593 og því af lögrjettu árið áður en
1) Sbr. ísl. beskr. I, 126—130.
2) S. G. markar á nppdrætti sínum óljósar leifar af lögrjettunni, hringmynd-
aðar, 1 hólmanum, merktar á uppdrættinum aftan við Alþst. 83; shr. skrána, og bls.
42, þar sem hann segir að þær sjeu 15 álnir að þvermáli og „eflamt vera leifar af
upphækkun, sem hefir verið hlaðin undir bekkina11. o. s. frv. — Jeg hefi margsinnis,
og við mismunandi hirtu og veður, skygnst eftir þessum lögrjettn- og öðrum mann-
virkja leifum, sem S. G. segir að sjáist í hólmannm, en hefi aldrei sjeð þeirra hinn
minnsta vott. Má undarlegt heita, ef þetta hefir verið sýnilegt, frá því á 16., 17.
og 18. öld, um 1860, en siðan horfið algerlega. — Ekki hefir B. G. markað neitt af
þessu i hólmanum.