Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1921, Qupperneq 82
82
Björn M. Ólsen gat þees til1, að litli grjótbálkurinn haíi verið
»leifar af fornum hörg eða blótstalla«, og öskulagið »gæti þá verið
leifar af gömlum blóteldum. — Það er engum efa bundið, að alþingi
hefir í heiðni verið helgað með blótum. Á það benda orðin þing-
helgi, at helga þing, alþingis helgun. Það er eigi ólíklegt, að
þessi blót hafi farið fram á lögbergi, og að grjótbálkurinn og askan
sjeu menjar þeirra*.
í rauninni sýnist ekki eðlilegt, að hafa eldstæði til matelda
fyrir þingmenn þarna uppi á gjárbarminum; en þótt svo hefði
verið, þá verður það raunar ekki til að sanna, að þarna hafi verið
búðarvirki þeirra Orms og Þórarins á Svínafelli, nje heldur til að
ósanna, að mannvirkið mikla, sem hjer eru af leifar eftir, hafi verið
gert sem umbætur á lögbergi, eða að hjer hafi verið lögberg, að
minsta kosti eftir að þessi upphækkun var gerð. Af þeim ástæðum,
sem B. M. Ó. tekur fram2, virðist upphækkunin alls ekki hafa
verið búðarvirki; engar búðarieifar fundust og engir virkisgarðar
til hliðanna. — Annars er það nú fljótsjeð, þegar á þetta mann-
virki er litið, að það hefir aldrei virki verið, heldur að eins flöt
áhleðsla, til að gera hallann enn minni. — S. V. segir (Árb. 1880
—81, bls. 16, og 1888—92, bls. 20) að hjer sje »skarpur halli* á
gjábarminum eða hallinum, og að bergið sje »snarbratt ofan frá
gjábarmi og alveg niður á jafnsljettu*. Það er nú sannast að segja
um hallann á berginu (hallinum), að hann væri 19°, ef yfirborðið
væri beint og sljett, en hann er að sama skapi minni ofantil sem
það er hvelft og er undir upphækkuninni 15°, mestallri. Hallinn á
upphækkuninni er 14°, því að hún er þykkust neðst, en það sagði
mjer Pálmi yfirkennari Pálsson, að hallinn á upphækkuninni hefði
verið miklu minni, er hann kom fyrst á Þingvöll, nokkrum árum
áður en S. V. gróf í hana; hann kvað hana hafa verið flata og
sljetta að ofan, og nær lárjetta, en allbratta niður að framan. Er
og liklegt, að áhleðslan hafi gengið fram síðan hún var grafin, eins
og einnig mál S. V. bendir til og áður var getið um. S. V. segir
að þetta mannvirki hafi »auðsjáanlega hlaupið meira eða minna
fram, niður eftir berginu«, og mun það vera rjett. En við það, að
hún hefir hlaupið fram, hefir hún lækkað að framan og hallinn auk-
ist. Bendir alt til þess, að haliinn á upphækkun þessari hafi í
upphafi verið miklu minni en nú, varla meiri en 10°. Nú er hann
þó ekki meiri en svo, að fæstir verða hans varir, nema með því
1) Germ. Abhandl., bls 141—42.
2) Germ. Abhandl., bls. 141.