Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1921, Page 85

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1921, Page 85
85 í Fjósatungu, þegar hann ætlaði að stefna föður sínum af goðorðinu og nefna dóm, og tók við goðorði Arnsteins að Ærlæk; Höskuldur mælti: »»Vér skulum rjóða oss í goðablóði at fornum siðc, — ok hjó hrút einn ok kallaði sér goðorð Arnsteins ok rauð hendrnar í blóði hrútsins*. — Annars er lítið kunnugt um slíkar helganir og blót í heiðni, en fremur virðist hafa verið helgað með blóði (hlauti) en brennifórn1. Mjer fyrir mitt leyti þykir líklegast, að þessi aska hafi verið borin þarna í glufuna til þess að koma henni frá einhverri búðinni, sennilegast þá Snorra-búð, sem næst var, t. d. á sama hátt og aska frá gistihúsinu »Valhöll« hefir á síðustu áratugum verið borin í bergglufur og út á hraunið þar umhverfis. Nokkur óþrifnaður hefir verið að þessu, hafi þarna verið lögberg þá, og þó víst ekki til- finnanlegur, því að svo mjög hefir þessa aldrei gætt. — Borið sam- an við það ástand, sem verið hefir alt til síðustu ára umhverfis »Valhöll«, hefir þetta verið smávægilegt, enda varla átt sjer stað, nema svo sem eitt sumar, einhvern tíma í fyrndinni áður en áhleðsl- an var gerð, ef til vill áður en farið var að nota einmitt þennan sama blett fvrir lögberg. Upphækkunin eða áhleðslan hefir verið í fyrstu jöfn að ofan og með litlum halla; en fleira var einkennilegt við hana. Kálund getur um það í Isl. beskr. I, bls. 138—39, að Jón Ólafsson frá Grunnavík segi frá því í bók sinni »Contractismus« (í safni Árna Magnússonar, Addit. 6, 4to, bls. 246—47), að hann hafi árið 1724, eða þar um bil, komið á Þingvöll í byrjun júlímánaðar og fundið þá á eystra gjábarminum, fáum föðmum fyrir norðan Snorra-búð, ferhyrnda hraunsteina á berginu, mátulega til að sitja á, flesta grasi gróna. Kveðst hann og þeir, er með honum voru, hafa tekið þá upp, velt þeim niður af hallinum og gjört úr þeim stillur yfir ána fyrir neðan lögrjettuna, svo að ganga mætti þurrum fótum yfir á fógetahólmann, og síðan hafi þeir sett stigsteina þaðan yfir kvíslina, svo að ganga mætti þurrum fótum heim að Þingvöllum. Þar sem hann fann steinana hyggur hann »heitið hafi lögberg til forna, svo sem nefnir í Jónsbók (hann á auðvitað við Grágás en ekki Jónsbók) og sögunum*. Steinarnir segir hann hafi staðið svo sem í hálfhring »á gjábarminum, eins og hrunið hefði af vestari hluta hringsins inn í gjána*; þeir hafi allir verið ferstrendir, eins og höggnir til, og mátulegir til að sitja á eins og stólar. Jón Ólafsson nefnir ekki beinlínis áhleðsluna í sambandi við 1) Um þinghelgtm (Ding-Hegung) sjá Hoops Reallexikon s. v.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.