Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1921, Side 86

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1921, Side 86
86 þessa steina; en tilvísun hans um staðinn og lögun hennar bendir ótvírætt á, að steinar þessír hafi einmitt staðið á henni. — Hann nefnir þetta aftur (bls. 270) í sama riti, og enn fremur orðabók sinni (undir orðinu »véböndc). — Að hann jafnframt heldur, að hjer hafi verið lögrjetta og dómhringur, er ekki nema eðlilegt og i sam- ræmi við þekkingu manna á þeim tímum. Kemur það heim við það sem segir í búðaskipuninni frá 1700, að þessi hleðsla á gjár- barminum hafi verið »adur fiördungsdöma þingstadur«(!), og þær upplýsingar, sem fóstri Jóns, Páll Jónsson Vídalín, — lögmaður og með fróðustu mönnum hjer á landi um sína daga, — gaf Árna prófessor Magnússyni í brjefi til hans í sept. 1722*; Árni mun hafa spurt hann um lögrjettuna i hólmanum og skrifar Páll m. a. á þessa lund: »Umm logrettuna á Holmanum þore eg ongvo ad svara, nema þvi einu, ad hvar sem logmenn urdu samþycker ad hallda rettenn, þar skyllde Lögberg heita eins ad fornu og nyu, og tel eg omogulegt ad uppleita, hvar þeir hafa i fornre tid hallded dóma sina.---------Iterato vil eg svara: þad hiet logberg, hvar sem menn dissererudu málenn o: forheyrdu sakennar, hvort helldur i einumm stad edur odrumm, og principaliter kolludu þeir Logberg, hvar sem þeir menn mættust til ad tala umm málenn, ádur domar fære ut. Hvort þeir hafe hafft þad i einumm stad edur odrumm, get eg ongva grein fyrer giördt, þvi domurenn var aldrei nefndur utann af málsportunum«(!). Þannig voru nú »krosstrjen« þá. Sýnir þetta bezt hversu mikið mark er takandi á því sem segir í búðaskipuninni frá 1700, þar sem þess er látið getið, að hið gamla Lögberg hafi verið (»vart) »millum giánna* austan árinnar, »og einstyge ad«, þ. e. á Spöng- inni, sem kölluð hefir verið Lögberg, sennilega af þessari kenningu í búðaskipuninni og svo »dómhringnum«, sem menn álitu vera þar, svo 8em áður var tekið fram. — Páll Vídalín var vitanlega mjög kunnugur öllu á Þingvelli; var sýslumaður í Dalasýslu og varalög- maður frá 1697, þá þritugur, og lögmaður frá 1706; en frá 1690— 97 var hann skólameistari í Skálholti; hefir hann sennilega kynst þingstaðnum þegar á þeim árum og því verið búinn að kynnast honum um þrjátíu ár þegar hann skrifar Árna framangreint brjef. — Það er bersýnilegt, að hvorugur þeirra Páls og Jóns þekkir eða viðurkennir að lögberg hafi í fornöld verið á Spönginni, eða að hún, eða nokkur staður á henni, hafi heitið svo á þeirra dögum. — Eftirtektarvert er það einnig, að höfundur búðaskipunarinnar hefir 2) Prentað i Arne Magnussons private brevveksling, Kh. 1920, bls. 676—83.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.