Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1921, Qupperneq 87
87
fyrst skrifað: »gamla Logberge sem millum gianna ert, en síðan
strykað þetta »er« út og skrifað »var« fyrir ofan; það bendir á, að
á hans dögum hafi ekki verið kallað Lögberg þarna á milli gjánna.
Hugmyndin eða kenningin um að lögberg hafi i fornöld verið
á Spönginni er því sýnilega ekki mikið eldri en frá því um 1700
og hefir ekki náð að festa rætur fyr en löngu síðar, eftir að búða-
skipunin frá 1700, fór að breiðast út á meðal manna. Og aldrei
hefir hún eða heitið Lögberg sigrað heitið »Spöngin« á þessum stað,
hjá þeim síst, sem kunnugastir voru og fóru eftir fornri venju, en
ekki hinni ekrifuðu ^katastasis*1 eða öðrum ritgerðum frá siðari tím-
um. En ekki er það raunar annað en Lögbergs-nafnið á Spönginni,
sem veldur eða hefir valdið þeirri skoðun, meðal þeirra manna,
sem ekki láta villast af »dómhringnum«, að lögberg hafi verið þar
í fornöld. Eins og áður hefir verið tekið fram er það ósamriman-
legt við frásögnina um Byrgisbúð í Sturlungu, að lögberg hafi verið
á Spönginni, og eins og Guðbrandur Vigfússon, Kálund og B. M.
Olsen hafa sýnt, er það ósamrímanlegt við aðrar frásagnir í Sturl-
ungu, að lögberg hafi verið austan árinnar. Af þeim frásögnum
einkum hafa þeir sjeð, að lögberg hefir verið vestan ár og þá ekki
á Spönginni, en ekki eru þeir vissir um, að það hafi verið þar sem
þetta mannvirki er á gjábarminum2. Fyrir mínum augum er þessu
aftur á móti þannig farið, að jeg teldi án þeirra öldungis vafalaust,
að lögberg hafi verið hjer á gjábarminum, þar sem þetta einkenni-
lega og mikla mannvirki er, einkum með tilliti til þess: 1) hvern-
ig þetta mannvirki er og hefir einkum verið fyrrura og alt þangað
til fyrir 2 öldum og hversu vel fallinn sá staður er allur, sem það
er á; og 2) hversu áþekt þetta lögberg er tilsvarandi stöðum hjá
1) T. d. kom til mín alþýðumaðnr nú (13. des. 1921) er jeg var byrjaður á
að taka saman þessa ritgerð, og kvaðst hafa sjeð mig i sumar á Þingvelli og þekt
mig aftnr, frá því er hann hafði kynnst mjer áður, fyrir 30 árum. Er jeg spurði
hann, hvar hann hefði sjeð mig á Þingvelli, svaraði hann: „Jeg sá yður, þegar
þjer genguð austnr á Lögrjettu-spöngina með konginum11. Jeg hváði eftir þessu, til
að heyra hetur, hvernig hann segði þetta, og þá mælti hann: »Jeg sá yður þegar
þegar þjer gengnð austur á Spöngina með konginum1'. Maður þessi heitir Markús
og er Jónsson, og var alinn upp í Þingvallasveitinni til tvitugs aldurs. Hann var
(Bkömmu sið&r) einn af verkamönnum S. V. við rannsóknir hans 1880. Hann kvað
Spöngina oftast hafa verið nefnda svo, og að sjera Simon Bech hefði ætíð nefnt
hana svo. — Lögbergs heitið er vist fremur nafn hinna „skriftlærðu11 og aðkomu-
manna á Þingvelli, eða hefir verið það fram á síðustu áratugi.
2) Sjá B. M. Ó. Germ. Abh., hls. 142, 2. málsgr.; Kr. Kdl. Isl. beskr. I.,
hls. 140, 1. málsgr., og Aarb. for nord. Oldkh. 1899, hls 9—10 og 12—13; G. V.,
Orig. Isl. I., bls. 336, 2. málsgr., og uppdr. á hls. 338.