Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1921, Page 88
88
nágrannaþjóðum vorum. — Hins vegar kemur Lögbergs-nafnið á
Spönginni ekkert í bága við þá skoðun, að lögberg hafi verið hjer
á gjárbarminum, þar eð það nafn er tiltölulega nýlegt, öldungis
óáreiðanlegt og hefir aldrei unnið fyllilega hefð yfir hinu alþýðlega
örnefni, sem er »Spöngint. — Mannvirkinu hefir verið lýst og sagt
frá hversu það hefir verið; en nú skal vikið nánar að líkingu lög-
bergs á Þingvelli við suma þingstaði erlendis. Guðbrandur Vigfús-
son hefir tekið eftir því hversu svipað er háttað á Mön, enda
stendur nú svo á þar, að nafnið er hið sama: Tinwald er sama
orð og Þingvöllur, þótt í annari mynd sé. Þar svarar »the Tin-
wald-hill« til lögbergs, og Guðbrandur tekur það fram, að á sjer-
hverjum fornum, norrænum þingstað sje þrent, sem komi til greina:
völlur ('plain), hœð þar (hillock brink or mound) og lögrjetta (court)1 2 3.
Al. Buggelýsti í »Vikingerne«anokkru gjör fyrirkomulaginu á þinghald-
inu á Mön og nefnir tilsvarandi staði víðar. Hann segir að Tinwald (eða
Tynwald) hill á Mön sje kringlóttur haugur, sýnilega gerður af
mannahöndum, 240 fet að ummáli, og sé á honum 4 hjallar (afsats-
er) en umhverfis hann sje sljettur völlur og víður. Skamt frá
haugnum sje litil kirkja. Þingið kemur saman á Jónsmessu (24.
júní), um líkt leyti og alþingi vort í fyrstu, og raunar lengst af8.
— Hann nefnir aðra Þingvallar-hauga og segir að þingin hafi
venjulega verið haldin á sljettum völlum, einkum þar sem var
haugur, sem þingmenn sátu á. Þessir þingstaðir hafa verið nefndir
Þingvellir (Thingwell og Thingwall í Chester, Tingeswella og Tinge-
uuella í Norfolk, Thingwall í Yorkshire). Enn fremur segir hann
að flestöll »vápnatök* og allmörg »hundruðin« í Norfolk og Suffolk
hafi enn norræn heiti og sje mörg kend við hina fornu þinghauga;
í Norfolk sjeu t. d. »hundruðin« Grimeshou og Grenehou, og í Lin-
1) Sbr. Orig. Isl. I., bls. 335. — Hann segir þar enn fremur ýmislegt annað
i sambandi yið þetta og virðist margt af því vera bygt á misskilningi einnm og skal
ekki út í það farið hér. — Hann heldur að lögrjetta hafi í fornöld verið nyrzt á
Byskupahólunum og lögberg hafi verið beint i vestur þaðan. Það nær eins og áður
var bent til, engri átt; en ef lögrjetta hefir verið nyrzt á völlunum austan ár, eins
og sagt var i greininni um hana hér á undan, þá hefir hún getað verið í há austur
frá lögbergi, þar sem mannvirkið er á gjábarminum. — Hafi lögrjettu og lögbergi
verið skipað þanaig nákvæmlega eftir áttunum, austur og vestur, eins og á Þingvelli
(Tinwald) á Mön, þá kæmi þetta þannig vel heim. En eg er ekki fullviss um að
þvi megi treysta. — Hjer að framan var getið um aðrar ritgerðir G. Y. viðvíkjandi
lögbergi, i ntg. hans af Sturl.s. og Corpus poet.
2) Vikingerne, Kbh. og Kria 1904, bls. 184 o. s. frv. og Vikingerne II.
saml., 1906, bls. 326.
3) Árb. 1911, bls. 3-4.