Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1921, Page 91

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1921, Page 91
91 verið svo nærri lögbergi, að Sturla hafi snúið máli sínu til þeirra, sem voru þar eða voru að koma þangað, enda er það gefið í skyn, og lögberg því verið vestan ár, nærri Hlaðbúð. En eins og báðir þeir Olsen og Finnur taka fram, eru þau orð, sem alt er hjer und- ir komið og hjer eru sett með smærra letri, ekki í Króksfjarðarbók, eldri 8kinnbókinni (frá miðri 14. öld), heldur í hinni yngri, Reykjar- fjarðarbók (frá siðari hluta 14. aldar). Olsen (og þeir Gr. og K.) álíta, að orðin sjeu samt upphafleg og hafi fallið burt í Króksfjb., »enn hitt óskiljanlegt, að nokkur hafi farið að bæta þeim við, hafi þau ekki staðið hjer upphaflega« (B. M. 0.). Finni þykir »vel hugs- anlegt<, að orðunum hafi verið skotið inn í; að öðru leyti skal hjer ekki farið út í röksemdir hans þessu viðvíkjandi. Jeg fyrir mitt leyti álít, að þessi umræddu 5 orð sjeu ekki upp hafleg og að þau eigi hjer mjög illa við. Mjer þykir augljóst af allri frásögninni, að þeir höfðingjarnir, Sturla, Brandur byskup og Jón Loptsson hafi allir verið staddir að lögbergi og talað þar allir, en hitt afar ósennilegt og óeðlilegt, að Sturla Þórðarson hafi farið að »senda þeim tóninn« þangað frá búðarvirki sínu í nánd eða þeir hafi farið að kalla svör sín upp í búðarvirkið til hans. Niðurlagið á frásögninni: »Siþan gengo menn fra logbergi oc heim til bvða«, benda ótvírætt á, að þetta samtal þeirra þriggja hafi alt farið fram að eða á lögbergi. Að komast svo að orði, að Sturla hafi geugið fram, er öldungis eðlilegt og venjulegt mál enn í dag. — Innskotið er hjer hreinasta rangfærsla og engu betra en annað innskot i sömu skinnbók rjett á eftir, um að mönnum hafi oft leiðst að heyra á tölur Sturlu. Að slíkt hafi staðið upphaflega í þessari frásögn er vitanlega óhugsandi, en ekki ólíklegt, úr því að það nú og er þar, að einhver hafi kunnað að skjóta því inn, af einni eða annari, ómerkilegri ástæðu. Um þennan stað álít jeg því, að hann gefi enga sönnun fyrir því, að lögberg hafi verið vestan ár. Þessi atburður var á alþingi 1181. — Næsti staðurinn er frá- sögn frá alþingi 1216; er hann i I. b , bls. 328, i sömu útgáfu af Sturl.-s. og er um son Sturlu, Snorra, og bræður hans, Þórð og Sig- hvat, að sumu leyti. Þar segir svo: »Snorri let gera bvð þa vpp fra logbergi, er hann kallaði Grylv. Snorri reið vpp með DC manna, ok voro LXXX Avsimanna i flokki hans alskialldaðir. Brœðr hans voro þar badir með miklo lidi. Allir voro þeir firir vestan o«. — Þess má geta til skýringar, að Snorri átti ura þetta leyti í deilura um arf mikinn við Magnús goða, son Guðmundar griss og Solveigar Jónsdóttur Loptssonar; hafði Snorri látið dæma Magnús sekan skóg-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.