Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1921, Side 100
100
6 , Hvað hafið þér heyrt að hafi breytst á ÞÍDgvelli, hvað hefr
öxará breytt Þíngvelli, við jarðskjálptann 1794?
Svar: Jarðskjálpta 1794 veit eg ekkert um, um hann þégja
einnig Eptirmæli I8du aldar, Enn jarðskjálptinn 1789 gjörði
á Þíngvöllum mikla breytingu, auk þeirrar, sem gétið er í
svörunum til ltu og 5tu spurnínga: Þá hvarf urriðaveiðin
úr gjánni Sylfru, sem líggur í útsuður til vatnsins norð-
vestan við Lambhagann suðurundan bænum, í hvörri veið-
in var lögð jöfn við snemmbæra kú. Þá hvarf og murtu-
veiði af Leyrunni niðrundan miðmundatúninu, sem var lögð
við 2 snemmbærar kýr. Þá gleyðkaði einnig Flosahlaup á
Flosagjá, er hrundi úr austrbakka hennar, einsog einnig
hrundi úr fleyri gjám. —
7., Hefr fjósið alltaf veriö á Fjóshól frá elztu tímum, að manna
sögn ?
Svar: Ekki veit eg annað; og vatnsbólið í Fjósagjá fyrir
austan túnið. —
8., Hvar var stöðullinn til forna, eða þegar þér þékktuð til?
S v ar: Utan túngarðs á hægri hönd þegar riðið er norður-
úr tröðunum útyfir öxará. Enn mjaltakvýar fyrir austan
Seiglur, sem eru austurpartur túnsins austanmégin við
Kattargjá. —
9., Hvar stóð lambhúsið, þegar þér þékktuð til eða í elztu manna
minnum?
Svar: Jeg vissi ekki af nokkru lambhúsi, nema kofa við
traðirnar austur á hlaðinu, sem eg hagnýtti. —
10., Hvar var stekkurinn hafðr í yðar tíð, eða hvar vitið þér til að
hann hafi verið hafðr, að menn viti til?
Svar: í Þíngvallarétt, sem liggr til vinstri handar vegar-
ins, sem farinn er um skarðið (:Kross-skarð:) til Lángastígs,
undir vestari barmi Almannagjár, fyrir norðan hærri foss
inn öxarár, í almannagjá. —
11., Hafa ekki fjárhúsin ætíð verið austuri hrauni?
Svar: Þegar jeg kom að Þíngvöllum 1822, voru þar eingi
fjárhús, enn slæmr skúti austr i hrauni hafði leingi áðr ver-
ið hagnýttr fyrir fjárbyrgi. Jeg bygði fyrstur fjárhús í
Vatrrskoti, sem þá var í eyði. —
12., Var i yðar tíð kallað Lögberg eða Lögréttuspaung, milli Flo8a-
gjár og Nikolásargjár, í daglegu tali?
Svar: Flosagjá heitir gjáin austanvert við Lögberg, sem so
var optast kallað í minni tíð; enn af því Nikolásar-pittur