Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1921, Síða 103
103
er Flosagjá og Nikolásargjá sama gjáin, siðan Nikolás drap
sig i henni, í Nikolásarpitti, 1742. Hún er fyrir austan
Lögberg, og Nikolásarpittr í henni til vinstri handar, við
byrjun stígsins, sem geinginn er af lögbergi til suðurs að
bænum. —
25, Hafið þér heyrt getið um Flosahlaup á lögbergi?
Svar: Já; Flosahlaup heyrði eg vera kallað austryfir Flosa-
gjá, undan, mig minnir neðan til undan Flosahæð, sem er
nyrðst hæð á Lögbergi. —
26., Hafið þér heyrt getið um, að l^irkjurnar hafi átt að hafa verið
tvær til forna?
Svar: Já; Sóknarkirkjan var í kirkjugarðinum, en þing-
kirkjan þar, sem kirkjan er nú.
27., Vitið þér til, að Þíngvallatún hafi verið sléttað, eða nokkrum
búðum eyðt, sem þar hafa verið?, t: d: þegar tröðin var bygð?
Svar: Að nokkru leiti var túnið sléttað af Jóni sál. Þor-
móðssyni á 2r næstu árum eptir jarðskjálptann 1789, um
leið og hann hlóð þá traðir og túngarð, úr grjóti, sem hann
tók uppúr túninu (sjá svarið til 2rft,: spurningar), enn ekki
hefi eg heyrt þess getið, að nokkrum búðum hafi þá verið
eyðt; Og því síður mun þetta hafa verið, sem jeg minnist
þess, að mér hafi sagt verið, að eingin búð hafi verið í tún-
inu, nema einúngis Gyrðisbúð á Biskupshólunum. —
28., Hvörr af þessum hólmum (— á kortinu yfir öxarárhólma —) er
Þorleifshólmi?
Svar Jog man ekki betr, enn að allir hólmarnir, sem nú
eru í öxará, sem, að sjá, eru nú fleyri, en voru í minni
tið á Þíngvöllum 1822—1828, hafi fyrst verið einungis einn
hólmi, hvartil og bendir Njálssaga Cap: XXIV »og skulu
við berjazt í dag í hólma þeim, er hér er í öxará«, — sem
og Landnáma, í 5ta parti Cap: X: Helgi Dýr barðist við
Sigurð í öxarárhólma, — sem hefr þá verið einn.
29., Hvar er Höggstokkseyri, eðr hvar voru menn hálshöggnir?
Svar: Sagt var mér af Kristjáni sál: Magnússyni hrepp-
stjóra á Skógarkoti, að höggstokkurinn hafi, framundir seiu-
ustu aldamót 1800, staðið í Þorleifs- eða öxarár-hólma,
gagnvart, eða neðantil móts við Brennugjá, en farið í ein-
hvörjum vatnavexti árinnar, sem hafa ummturnað hólmanum
í það, sem hann er nú, og skipt hönum í fleyri hólma. —
30., Þékkið þér Jakobs, eða Guðlögs-hólma, hvar er hann?
Svar: Ekki man eg til vissu, hvar þessi eða þessir hólm-