Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1921, Qupperneq 104
104
ar liggja; enn þó minnir míg ekki betr, enn að Guðlögs-
hólrai væri nefndr fram og útundan mynni Öxarár útund-
ir hallinum. Eru þar fleyri hólmar og gétr sitt nafnið
borið hvörr. —
31., Munið þér eptir þegar hagahólmi1 var i einu lagi, hvönær losn-
aði hann í sundr?
Svar: Nafnið »hagahólmi«, er mér ókunnugt. í minni tíð
á Þíngvöllum 1822—1824 var, þegar öxará var lítil, hólm-
inn einúngis einn, samt Bundurskorin af sandeyrum, og þá
nefndr Þorleifs, eða optast öxarárhólmi. Enu þegar áin
óx, sundrskar hún hann á fleyrum stöðum og viðbar, að
hún flóði yfir hann allann, þá hún einnig rann framm úr
Kattargjá um hlaðið milli bæarins og miðmundatúnsins.
Þannig er hægt að sjá, að hólminn hafi losnað í sundr,
smáum og smáum saman, enn ekki alt í einu. —
32 , Hafið þér heyrt getið um Þorleifs haug jarlaskálds; hvar er hann?
Svar: »Haugur hanns stendr norðr af lögréttu*. Enn hvar
þessi lögrétta hafi staðið, vissi jeg aldrei, og þá því síðr,
hvar Þorleifs haugur égi sér stað.
33., Hafið þér heyrt nafngreint, í hvaða hólma hólmgaungurnar vóru
háðar?
Svar: Ekki heyrði eg annað talað, enn að þær hafi háðar
verið í þeím eina hólma, sem var til í öxará, sem hét
forðum öxarárholmi, síðar Þorleifshólmi. Samanber dæmin
i svarinu til 28da spurningar. —
Um þessi svör til spurnínga yðar, sem eg sendi yður nú hér-
með aptur, með kortinu, er þeim fylgdi, hlýt eg að játa, að þau
géti ekki verið öðruvísi enn ófullkomin, frá mér, sem hafði lítið við
að styðja8t til upplýsíngar, í þau 6 ár, sem jég var á Þíngvöllum
frá 1822 til 1828, og hefi síðan verið fjarlægur staðnum í samfleytt
35 ár. Ekki gét eg heldr vísað til nokkurra nú lifandi manna, er
áreiðanlegar upplýsíngar géti géfið um málefni þetta, sem hefr sætt
jafn lángvinnu skeytíngai leysi allra, því jég vissi öugvann, mér sam-
tíða, vera hnýsinn um það. —
Bið eg yður so að lyktum vyrða mér til vorkunar alla mína
ófullkomnu liðsemd með svörum þessum.
Stafholti, 22. Sept: 1863.
Yðar vin
E. S. Einarsen.
1) Ranglesið h fyrir k; á að vera Kagahólmi. S. O.