Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1921, Page 111
íll
þess af hinu háa alþingi, að það veiti fjelaginu riflegan styrk til
útgáfu árhóka fjelagsins og til örnefnarannsókna, sem fjelagið hefir
nú ákveðið að staifa að á næstu árum.
Með þesðari umsókn leyfi jeg mjer að leggja fram siðustu ár-
bók fjelagsins (fyrir 1920), því að af henni má bezt sjá allan hag
fjelagsins og við hversu þröngan kost það á að búa. Kostnaður við
útgáfu hefir margfaldast á síðustu árum og hefir fjelagið þvi ekki
getað vegna fjeleysis gert úr garði svo myndarlegar árbækur síð-
ustu 5 árin sem það gerði næstu ár á undan, og er ilt tíl þess að
vita, að þetta eina fornfræði- og menningar-sögulega tímarit, sem
út er gefið á íslenzku, skuli þurfa að takmarkast svo sem raun ber
vitni um. í þessu riti hafa verið birtar skýrslur um viðbót við Þjóð-
menjasafnið undanfarin ár, en vegna fjeleysis hefir síðasta skýrsl-
an (fyrir 1915) ekki getað orðið prentuð öðruvís en í pörtum í síð-
ustu 5 árbókum. í rauninni ber safninu skylda til að birta skýrsl-
ur um viðbót sína, einkum gjafir til safnsins, en fjelagið hefir hing-
að til reynt að taka upp á sig kostnaðinn við birting þessara
skýrslna. Þessu getur það þó ekki haldið áfram, nema því verði
veittur rifiegri styrkur en það hefir nú (800 kr.). Jeg leyfi mjer að
mælast til, að því verði veittur næsta ár 250 kr. styrkur til útgáfu
hverrar arkar, er það gefur út, alt að 1500 kr., og vona jeg að það
þyki ekki heimtufrek málaleitun fyrir svo góðan málstað.
Virðingarfylst.
Matthías Þórðarson,
Til alþingis.
IV Stjórn hins íslenzka Fornleifafjelags
Embættismenn:
Formaður: Matthías Þórðarson, fornminjavörður.
Skrifari: Ólafur Lárusson, prófessor.
Fjehirðir: Sjera Magnús Helgason, skólastjóri.
Endurskoðunarmenn: Halldór Daníelsson, hæstarjettardómari, og
Eggert Claessen, bankastjóri.
Varaformaðui : Jón Jacobson, landsbókavörður.
Varaskrifari: Dr. Jón Þorkelsson, þjóðskjalavörður.
Varafjehirðir: Pjetur Halldórsson, bóksali.