Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1937, Side 2

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1937, Side 2
6 meg’ins, að hún varð ein hinna merkustu þjóða Norðurálfunnar á miðöldunum. Jeg þarf ekki að minna á, hversu bókmenntir og and- legt líf stóð í blóma á íslandi. Jeg get þessa að eins til að benda á það, hversu einstaklega merkar hinar íslenzku, líkamlegu menning- arminjar eru, ekki sízt þær, sem eru frá hinum elztu tímum íslenzku þjóðarmnar, er hún var að myndast, frá því að landnámsöld leið og til þess, er kristni var lögtekin. Sannsögulegar tímatalsákvarðanir veita þá einnig óvenju-fast- ákveðin tímatakmörk fyrir dysjafundum frá heiðni á íslandi. Eftir frásögn Ara fróða var landið numið á árunum sextíu frá 870—930. Verða færð ýms rök að því, að tímatalið er ábyggilegt um þetta að Öllu verulegu leyti, að fyrstu landnámin áttu sér stað á árunum 870— 80, en að útflutningurinn varð mestur frá því um 900, og að árið 930, er kjörinn var hinn fyrsti lögsögumaður, er hið eðlilega lokaár landnámsaldarinnar. íslendingar voru þá og nokkuð eftir það Ása- trúar, og fylgdu hinum fomu, heiðnu greftrunarsiðum, unz kristni var lögtekin á Alþingi árið 1000. Heiðnar dysjaleifar á íslandi geta því ekki, nema að eins sem undantekningar, verið eldri en frá því um 900 og alls ekki neinar verið neitt að ráði yngri en frá því um 1000. Norskir fornfræðingar veittu því snemma athygli, að svo var þessu farið, og að nokkur stuðningur gæti orðið að því við niðurskipun norskra funda frá víkingaöldinni eftir aldri þeirra, og þetta atriði heldur ennþá fullu gildi sínu að sínu leyti, þótt vjer höfum nú á annan hátt öðlazt möguleika til nákvæmari tímatalsákvarðana um hinar ýmsu gerðir forngripa frá víkingaöldinni í Noregi. En forn- ieifafundirnir á Islandi eru samt sem áður alveg sjerstaklega athygl- isverðir frá almennu norrænu sjónarmiði sjeð einnig. Það er óvenju- sjaldgæft, að vjer höfum tækifæri til að athuga ákveðinn flokk forn- leifafunda með svo vissum tímatakmörkunum og jafnframt innan jafn-fastákveðinna landamæra. Forngripirnir sjálfir og sömuleiðis það samband, sem þeir eru í við aðrar fornleifar í fundunum, geta veitt hjer mjög merkilegan fróðleik. Að sjálfsögðu get jeg ekki gjört neina fullkomna grein fyrir fornleifafræði víkingaaldarinnar á Is- landi eftir að eins skamma dvöl í Reykjavík, en sem norskur forn- fræðingur, og þar sem mjer er sjerstaklega kunnugt um þá víkinga- aldargripi, sem fundizt hafa vestan fjalls í Noregi, kynni jeg að geta skýrt frá fáeinum nýjum athugunum, til þess að varpa ljósi yfir sumt í menningarsögu íslands fyrstu öldina eftir landnámið þar, og þá byggt á því, sem jeg veitti eftirtekt, og því sem jeg ritaði hjá mjer, er jeg skoðaði Þjóðminjasafn Islands.1) Að sjálfsögðu eru til fjöldamargar dysjar frá heiðni á íslandi, i
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205
Side 206
Side 207
Side 208
Side 209

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.