Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1937, Qupperneq 2
6
meg’ins, að hún varð ein hinna merkustu þjóða Norðurálfunnar á
miðöldunum. Jeg þarf ekki að minna á, hversu bókmenntir og and-
legt líf stóð í blóma á íslandi. Jeg get þessa að eins til að benda á
það, hversu einstaklega merkar hinar íslenzku, líkamlegu menning-
arminjar eru, ekki sízt þær, sem eru frá hinum elztu tímum íslenzku
þjóðarmnar, er hún var að myndast, frá því að landnámsöld leið og
til þess, er kristni var lögtekin.
Sannsögulegar tímatalsákvarðanir veita þá einnig óvenju-fast-
ákveðin tímatakmörk fyrir dysjafundum frá heiðni á íslandi. Eftir
frásögn Ara fróða var landið numið á árunum sextíu frá 870—930.
Verða færð ýms rök að því, að tímatalið er ábyggilegt um þetta að
Öllu verulegu leyti, að fyrstu landnámin áttu sér stað á árunum 870—
80, en að útflutningurinn varð mestur frá því um 900, og að árið
930, er kjörinn var hinn fyrsti lögsögumaður, er hið eðlilega lokaár
landnámsaldarinnar. íslendingar voru þá og nokkuð eftir það Ása-
trúar, og fylgdu hinum fomu, heiðnu greftrunarsiðum, unz kristni
var lögtekin á Alþingi árið 1000. Heiðnar dysjaleifar á íslandi geta
því ekki, nema að eins sem undantekningar, verið eldri en frá því um
900 og alls ekki neinar verið neitt að ráði yngri en frá því um 1000.
Norskir fornfræðingar veittu því snemma athygli, að svo var þessu
farið, og að nokkur stuðningur gæti orðið að því við niðurskipun
norskra funda frá víkingaöldinni eftir aldri þeirra, og þetta atriði
heldur ennþá fullu gildi sínu að sínu leyti, þótt vjer höfum nú á
annan hátt öðlazt möguleika til nákvæmari tímatalsákvarðana um
hinar ýmsu gerðir forngripa frá víkingaöldinni í Noregi. En forn-
ieifafundirnir á Islandi eru samt sem áður alveg sjerstaklega athygl-
isverðir frá almennu norrænu sjónarmiði sjeð einnig. Það er óvenju-
sjaldgæft, að vjer höfum tækifæri til að athuga ákveðinn flokk forn-
leifafunda með svo vissum tímatakmörkunum og jafnframt innan
jafn-fastákveðinna landamæra. Forngripirnir sjálfir og sömuleiðis
það samband, sem þeir eru í við aðrar fornleifar í fundunum, geta
veitt hjer mjög merkilegan fróðleik. Að sjálfsögðu get jeg ekki gjört
neina fullkomna grein fyrir fornleifafræði víkingaaldarinnar á Is-
landi eftir að eins skamma dvöl í Reykjavík, en sem norskur forn-
fræðingur, og þar sem mjer er sjerstaklega kunnugt um þá víkinga-
aldargripi, sem fundizt hafa vestan fjalls í Noregi, kynni jeg að geta
skýrt frá fáeinum nýjum athugunum, til þess að varpa ljósi yfir
sumt í menningarsögu íslands fyrstu öldina eftir landnámið þar, og
þá byggt á því, sem jeg veitti eftirtekt, og því sem jeg ritaði hjá
mjer, er jeg skoðaði Þjóðminjasafn Islands.1)
Að sjálfsögðu eru til fjöldamargar dysjar frá heiðni á íslandi,
i