Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1937, Side 24
24
2. Kirkjuból á Miðnesi. Jörðin er enn byggð með þessu nafni.
Er Kirkjuból í þéttbýli og liggja þar saman tún nokkurra jarða í
einni torfu. Það þéttbýli er fornt, því sumra jarðanna í torfunni er
getið þegar á 13. öld, t. d. Hafurbjarnarstaða og Kolbeinsstaða1).
Kirkjuból á Miðnesi er fyrst nefnt í Kirknatali Páls biskups Jóns-
sonar, um 12002). Það vantar þó í annað aðalhandritið (b), og kynni
það að benda til þess, að það hefði eigi verið talið í skrá þessari í
fyrstu, heldur væri Kirkjuból ein af viðbótarkirkjum þeim, sem síðar
hefir verið bætt við í kirknatalinu. Hvað sem því liður, þá er það þó
víst, að jörðin hefir verið búin að fá nafnið Kirkjuból á 13. öld, því
hún er nefnd því nafni i skránum fornu um reka- og hval-skipti á
Rosmhvalanesi, sem taldar eru vera frá því um 12703).
Ef Kirkjuból hefir verið talið i Kirknatali Páls biskups Jónssonar,
hefir l’verið komin þar kirkja og prestsskyld um 1200. Þetta er þó,
eins og áður var getið, óvíst, en á 14. öld var þar með vissu bæði
kirkja og prestsskyld. Eru til þrír máldagar Kirkjubólskirkju, sem gerðir
eru fyrir siðaskipti4). í þeim öllum er kirkjan talin eiga 40c í heima-
landi, þ. e. meira en svaraði einni prestsskyld, enda segir í tveimur
síðari máldögunum, að þar skuli vera prestur og djákni. Sókn hefir
og legið til kirkjunnar, því í bréfi frá 1513 eru Kolbeinsstaðir taldir
vera í Kirkjubólskirkjusókn5). Um siðaskiptin var kirkja þessi lækkuð
í tigninni og orðin að hálfkirkju. Þess er getið, að lík Kristjáns skrif-
ara og manna hans, sem vegnir höfðu verið á Kirkjubóli og dysjaðir
utantúns, hafi verið grafin upp 1551 og jarðsett »heima hjá hálfkirkj-
unni á Kirkjubólic)« og i AM. 263 fol. er máldagi Kirkjubólskirkju,
sem skrifaður er 1598, talinn meðal máldaga hálfkirkna. Hálfkirkja þessi
stóð fram á daga Árna lögréttumanns Jónssonar á Kirkjubóli (d. 1819).1)
Kirkjuból var höfuðból fyr á öldum. Kirkjan átti 40c í heimalandi,
svo sem áður var sagt, og hefur jörðin því ekki getað verið lægri að
dýrleika en 80c, því ella hefði hún komizt undir forræði klerka sam-
kvæmt sáttargerðinni í Ögvaldsnesi 1297. En Kirkjuból var bænda-
eign, að minnsta kosti fram á 15. öld. Árið 1418 greiddi Guðmundur
Arason á Reykhólum Þorgerði Ólafsdóttur, stjúpu sinni, Kirkjuból í
mála hennar8), og líklegt er, að jörðin hafi verið eign Hólmanna um
1433, er ívar Vigfússon Hólm var veginn þar og bærinn brendur.
En síðar komst jörðin í eign konungs, óvíst hvenær, en fyrir 1548
hefir það gerzt9). Kirkjuból hefir þannig aldrei verið kirkjueign. Hins-
1) Dipl. isl. II. nr. 2b og 26. 2) Dipl. isl. XII. bls. 9. 3) Dipl. isl. II, nr. 25
og 26. 4) Dipl. isl. III. nr. 288 (um 1379), IV. bls. 103 (Vilkinsmáld.) og VI. nr..
124 (um 1477). 5) Dipl. isl. VIII. nr. 338. 6) Bisk.s. II. bls. 256. 7) Landnám.
Ingólfs III. bls. 184. 8) Dipl. isl. IV.nr. 326. 9) Dipl. isl. XII. bls. 144.