Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1937, Qupperneq 39
39
Mlfa »eyðijörðina Kirkjuból« í Grunnavíkursókn1). Árið 1643 er Kirkju-
ból talið ein af jörðunum í Grunnavíkursókn, og var hún þá einnig
í eyði2). Nokkru eftir 1662 hefir jörðin þó byggzt, því í Jarðabók
Árna Magnússonar og Páls Vídalíns segir, að hún hafi þá legið í
eyði í 12 eða 13 ár. Segir þar og, að Kirkjuból sé í dalnum upp úr
Reykjarfirði austan fram. Jörðin var þá talin bændaeign, en þess þó
getið, að Lauritz Gottrup lögmaður hafi hreyft því, að Þingeyraklaust-
ur ætti hana, en þó eigi brigðað hana. Þá getur jarðabókin þess og
ennfremur, að munnmæli séu urn það, að bænhús eða kirkja hafi
verið þar, og að sá staður sé þá afbrotinn og eyðilagður fyrir sjávar-
gangi. Þegar Eggert Ólafsson fór um Strandir 1754 var engin byggð
í Reykjarfirði. Getur hann um Kirkjuból og, að þar hafi verið kirkja,
og segir, að það hafi farið í eyði þá fyrir 10 árum3). Jörðin hefir því
UPP um hríð á fyrri hluta 18. aldar. Ólafur Olavíus nefnir
Kirkjuból sem eyðijörð og gamlan kirkjustað í Reykjarfirði. Segir hann,
að síðasti prestur þar hafi heitið síra Panti eða Pantaleon og verið
göldróttur4). Hér er auðvitað málum blandað, því prestur hefir sjálf-
sagt aldrei verið á Kirkjubóli, heldur hefir Staðarprestur í Grunnavík
sungið þar. En á Stað í Grunnavík var prestur á 16. öld síra Panta-
leon Ólafsson, sem kemur við bréf á tímabilinu 1531—1572. Hafi
hann sungið þar, hefir Kirkjuból því verið í byggð um miðja 16. öld
og kirkja við liði þar. Á 19. öld hefir Kirkjuból og stundum
verið byggt, t. d. 18355). 1840 getur síra Torfi Magnússon þess í
lýsingu Staðarsóknar, að bænhús hafi verið »í Reykjarfirði, sem nefnt
er Kirkjuból«, en menn viti eigi nær hafi aflagzt. Þorvaldur Thorodd-
sen getur og um, að kirkja hafi verið á Kirkjubóli, og segir, að um
aldamótin 1800 hafi stundum sést líkkistubrot með beinarusli þar í
ósnum6). Samkv. því sem segir í örnefnalýsingu Jóhanns Hjaltasonar,
skrásettri 1937, sjást enn rústir Kirkjubóls í Reykjarfirði7).
Þessi jörð hefir aldrei verið kirkjueign, og nafnið er því dregið
af því, að þar var kirkja. Byggð jarðarinnar hefir verið stopul, eins
og fleiri jarða á Norður-Ströndum. Reykjarfjörður sjálfur var þannig
í eyði 14468). Fleiri býli en þessi tvö, Reykjarfjörður og Kirkjuból,
munu aldrei hafa verið fyrir botni fjarðarins.
21. Kirkjuból í Staðardal. Staðardalur gengur inn úr Stein-
grímsfirði til austurs. Eru þar nokkur býli, m. a. kirkjustaðurinn, sem
1) Jarðabókarskjöl Á. M. Barðastrandarsýsla í Þjóðskjalas. 2) Vísitatiubók
Brynjólfs biskups Sveinssonar i Þjóðskj.s. 3) Reise igiennem Island bls. 502.
4) Oeconomisk Reyse I. bls. 53 og 63. 5) Manntal það ári Þjóðskj.s. 6) Ferða-
•bók II. bls. 73. 7) Handritasafn Fornl.fél. 8) Dipl. isl. IV. bls. 687.