Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1937, Side 41

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1937, Side 41
41 23. Kirkjuból í Norðfirði. Jörðin Kirkjuból, sem enn er byggð með því naini, er í dalbyggðinni inn af Norðfirði, nokkru innar en hinn forni alkirkjustaður sveitarinnar, Skorrastaðir. Jarðarinnar finnst eigi getið með vissu fyr en um miðja 16. öld, í kaupbréfi, sem gert er um hana 1551 *), og næst 40 árum síðar, er lýst er lögmála á henni á Alþingi 15912). Á þessum árum var hún bændaeign, og mun hún hafa verið það bæði fyr og síðar. Nafn hennar er því ekki dregið af því, að hún væri kirkjueign. í máldaga Skorrastaðakirkju í Vilkinsmáldögum er getið um veiðiítak, sem kirkjan eigi »i Helluhyl til mots vid kirklækinga«3). Þannig er þetta orðað í öllum þeim handritum af Vilkinsmáldögum, sem ég hefi haft tækifæri til að athuga, og sé þetta rétt, þá ættu Kirklækingar að hafa verið kendir við bæ, er Kirkjulækur hafi heitið og verið hafi í Norðfirði. En bæjar með því nafni þar í firðinum finnst hvergi getið annarsstaðar. Sveinn Ólafsson, fyrrum alþingis- maður, hefir getið þess til, að jörðin Kirkjuból hafi í fyrstu heitið Lækur. Síðar hafi kirkja verið reist þar og nafn jarðarinnar þá orðið Kirkjulækur. En seinna hafi bærinn svo verið fluttur á hið núverandi bæjarstæði, og hafi nafn bæjarins þá breyzt á ný og orðið Kirkjuból4). Þessi tilgáta getur vel verið rétt. En á hitt er þó jafnframt að líta, að hugsanlegt er, að »Kirklækinga« í Vilkinsmáldaganum sé mis- ritun fyrir »Kirkbælinga«. Er mjótt á mununum hvort heldur er ritað. Vilkinsbók er nú aðeins til í afritum, og eru hin elstu þeirra rituð rétt fyrir 1600. Ritvilla þessi kynni að hafa verið í sjálfu frumritinu, en hún kynni líka fyrst að hafa orðið til við afritun þess. Til hins síðarnefnda gæti það ef til vill bent, að í máldagabók Gísla biskups Jónssonar, sem rituð er um 1575, segir, að kirkjan eigi veiði í Helluhyl »móts við Kirkbælinga«. Nú er það ljóst af máldögum Gísla biskups, að hann hefir stuðzt mjög við Vilkinsmáldaga um fasteignaréttindi kirkna og jafnvel fylgt þeim svo nákvæmlega stundum, að hann hefir sam- kvæmt þeim, talið kirkjum eignir sem honum mátti vera vitanlegt, að undan þeim voru gengnar á hans dögum6). En á dögum Gísla bisk- ups var frumrit Vilkinsmáldaga enn til í Skálholti, og er líklegt, að biskup hafi stuðzt við það, er hann samdi máldaga sína. Veitir þetta töluvert sterkar líkur fyrir því, að í Vilkinsmáldögum hafi í fyrstu staðið á þessum stað »Kirkbælinga« en eigi »Kirklækinga«, og ef svo er, þá væru hér fundin gögn fyrir því, að jörðin hefði verið nefnd Kirkjuból þegar á 14. öld. En að öðru leyti má segja, að það, að 1) Dipl isl. XII. nr. 168. 2) Alþ.b. ísl. II. bls. 207. 3) Dipl. isl. IV. bls.,226. 4) Árb. fornl.fél. 1930—1931 bls. 104. 5) Sjá Landnám Ingólfs II. bls. 73.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205
Side 206
Side 207
Side 208
Side 209

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.