Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1937, Page 41
41
23. Kirkjuból í Norðfirði. Jörðin Kirkjuból, sem enn er byggð
með því naini, er í dalbyggðinni inn af Norðfirði, nokkru innar en
hinn forni alkirkjustaður sveitarinnar, Skorrastaðir. Jarðarinnar finnst
eigi getið með vissu fyr en um miðja 16. öld, í kaupbréfi, sem gert
er um hana 1551 *), og næst 40 árum síðar, er lýst er lögmála á
henni á Alþingi 15912). Á þessum árum var hún bændaeign, og mun
hún hafa verið það bæði fyr og síðar. Nafn hennar er því ekki
dregið af því, að hún væri kirkjueign.
í máldaga Skorrastaðakirkju í Vilkinsmáldögum er getið um
veiðiítak, sem kirkjan eigi »i Helluhyl til mots vid kirklækinga«3).
Þannig er þetta orðað í öllum þeim handritum af Vilkinsmáldögum,
sem ég hefi haft tækifæri til að athuga, og sé þetta rétt, þá ættu
Kirklækingar að hafa verið kendir við bæ, er Kirkjulækur hafi heitið
og verið hafi í Norðfirði. En bæjar með því nafni þar í firðinum
finnst hvergi getið annarsstaðar. Sveinn Ólafsson, fyrrum alþingis-
maður, hefir getið þess til, að jörðin Kirkjuból hafi í fyrstu heitið
Lækur. Síðar hafi kirkja verið reist þar og nafn jarðarinnar þá orðið
Kirkjulækur. En seinna hafi bærinn svo verið fluttur á hið núverandi
bæjarstæði, og hafi nafn bæjarins þá breyzt á ný og orðið Kirkjuból4).
Þessi tilgáta getur vel verið rétt. En á hitt er þó jafnframt að
líta, að hugsanlegt er, að »Kirklækinga« í Vilkinsmáldaganum sé mis-
ritun fyrir »Kirkbælinga«. Er mjótt á mununum hvort heldur er ritað.
Vilkinsbók er nú aðeins til í afritum, og eru hin elstu þeirra rituð
rétt fyrir 1600. Ritvilla þessi kynni að hafa verið í sjálfu frumritinu, en
hún kynni líka fyrst að hafa orðið til við afritun þess. Til hins síðarnefnda
gæti það ef til vill bent, að í máldagabók Gísla biskups Jónssonar,
sem rituð er um 1575, segir, að kirkjan eigi veiði í Helluhyl »móts
við Kirkbælinga«. Nú er það ljóst af máldögum Gísla biskups, að
hann hefir stuðzt mjög við Vilkinsmáldaga um fasteignaréttindi kirkna
og jafnvel fylgt þeim svo nákvæmlega stundum, að hann hefir sam-
kvæmt þeim, talið kirkjum eignir sem honum mátti vera vitanlegt, að
undan þeim voru gengnar á hans dögum6). En á dögum Gísla bisk-
ups var frumrit Vilkinsmáldaga enn til í Skálholti, og er líklegt, að
biskup hafi stuðzt við það, er hann samdi máldaga sína. Veitir þetta
töluvert sterkar líkur fyrir því, að í Vilkinsmáldögum hafi í fyrstu
staðið á þessum stað »Kirkbælinga« en eigi »Kirklækinga«, og ef svo
er, þá væru hér fundin gögn fyrir því, að jörðin hefði verið nefnd
Kirkjuból þegar á 14. öld. En að öðru leyti má segja, að það, að
1) Dipl isl. XII. nr. 168. 2) Alþ.b. ísl. II. bls. 207. 3) Dipl. isl. IV. bls.,226.
4) Árb. fornl.fél. 1930—1931 bls. 104. 5) Sjá Landnám Ingólfs II. bls. 73.