Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1937, Side 47
47
gera og þekkja þau ekki. í þessum flokki nafna, sem Magnus Olsere
nefnir »gárdens navne«, er mikill fjöldi örnefna í túnum, engjum og
búfjárhögum jarðanna hér á landi. Önnur nöfn tala til fleiri manna..
Þau eru ekki bundin við eitt einstakt býli, heldur hafa þau gildi
fyrir stærri umhverfi, eru þekkt og notuð af heilli byggð, stórri eða
smárri, (bygdens navne), en óþekkt þegar út fyrir hana dregur. Enn
eru önnur nöfn þekkt jafnvel í fjarlægum héruðum, eins og mörg ör-
nefni við alfaravegi (vejens navne), t. d. örnefnin við Kaldadalsveg-
inn eða Kjalveg, sem frá fornu fari hafa verið samgönguleiðir milli
landsfjórðunga. Þau nöfn hafa verið kunn langt 'út fyrir nærsveitirnar
ekki að eins þeim, sem um veginn höfðu farið, heldur líka mörgum
mönnum öðrum, sem aldrei höfðu farið þar um, en heyrt höfðu lang-
ferðamennina segja frá ferðum sínum og nefna þessa staði. Þau nöfn
sem tengd eru við ákveðna jörð eða ákveðna byggð, eru til orðin á
jörðinni eða í byggðinni, nöfnin við alfaraleiðirnar hafa jafnt lang-
ferðamenn sem nærsveitamenn getað gefið. Umhverfið, sem nafnið
hefir orðið til i, og umhverfið, sem nafnið er miðað við, geta þannig
verið með ýmsu móti.
Magnus Olsen hefir einnig bent á það, að tilefnið til þess, að
tilteknum stað er gefið nafn, er það, að athygli manna beinist að
honum fyrir einhverjar sakir. Síðar má vera, að staðurinn fái nýtt
nafn. Athygli manna hefir þá beinzt að honum á ný, og nýja nafnið
fær hann þá oft af því, að litið er á hann frá nýrri hlið og af öðr-
um mönnum en fyr1).
Athugun á þessu tvennu, annarsvegar umhverfinu, sem nafnið
hefir gildi fyrir, og hinsvegar því, hvað það hefir verið við staðinn,
sem dregið hefir athygli manna svo að honum, að það hefir ráðið
nafni hans, getur verið svo fróðleg, að það er ómaksins vert, að
athuga Kirkjubólsnöfnin frá þessu sjónarmiði. Skal hér gerð tilraun
til þess, en einu af nöfnunum verður þó alveg að ganga framhjá,
Kirkjubóli í Skaftafellssýslu, þar sem oss er ókunnugt um, hvaða jörð
það var.
Að framan hafa líkur verið leiddar að því, að nafn þessara jarða
hafi verið dregið af því, að þar var kirkja. Það er því kirkjan á bæn-
um, sem athygli manna hefir beinzt að svo mjög, að það hefir ráðið
nafninu. En þessa athygli gat kirkjan því aðeins vakið, að annað-
hvort það, að kirkja var á bænum, eða að þar var kirkja af ákveðnu
tægi, væri sérkennilegt fyrir þennan bæ, því aðeins, að um það væri
hann ólíkur öðrum bæjum í einhverju, stærra eða minna, umhverfi.
1) Ættegárd og helligdom bls. 5