Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1937, Page 89

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1937, Page 89
89 hafa haft ríkt í huga, er þeir völdu sjer bæjarstæði: lækur er þar enginn nær en í rúmra 100 faðma fjarlægð. Reyndar er lind neðan- vert í túninu, en hún mun þrjóta í miklum þurkum. Það er víst, að um miðja 15. öld hefur verið kallað Þórunnar- holt þar, sem nú heitir Brennistaðir, og töluvert svæði þar um kring. í máldaga Norðtungukirkju frá 1460—70 segir, að kirkjan í Norð- tungu eigi „tveggja mánaða beit í Þórunnarholti sauðfje á veturinn. Hrís öll í Þórunnarholti í millum gatna“. Sjest á þessu, að um nokkuð stórt landsvæði er að ræða, þar sem mörgu sauðf je er þar ætluð tveggja mánaða vetrarbeit, sem ítak í landið, en slík beitarítök voru oftast þannig, að þau voru ekki nema lítill hluti af allri beit, er á land- svæði því mátti hafa, sem ítakið var í. Þetta svæði er ekki hægt að ákveða, en sennilegt er, að það hafi verið mýrasundin og ásarnir upp frá Þverá og upp með Litlu-Þverá og vestan-megin Hamarslækj- ar, en sá lækur er nú merkjalækur milli Hamars og Arnbjargarlækj- ar og rennur skammt frá Brennistöðum, sami lækur og áður var minnzt á. Skógarhöggssvæðið er aptur á móti nokkuð greinilega af- markað. Götur þær, sem átt er við í máldaganum, hljóta að vera göt- ur þær, er skiptast nokkuð fyrir innan Arnbjargarlæk og eru kall- aðar Hamarsgata og Norðtungugata, er liggur sunnar og um túnið á Brennistöðum. Mynda götur þessar þríhyrning þar í ásunum, og verður ein hlið hans Hamarslækur, því að sennilegt er, að við þann læk hafi verið takmörk Þórunnarholts, að minnsta kosti eftir að Hamar byggðist. Um aðrar götur en þessar gat ekki verið að ræða, og sýnir þetta, að Brennistaðir sjálfir og svæðið þar um kring, fyrir norðan, vestan og austan, sem enn er mjög skógi vaxið, hefur þá verið kallað Þórunnarholt, og að þá hefur engin byggð verið á Brennistöðum. Engar sannfærandi líkur treysti jeg mjer að færa fram fyrir nafnabreyting- unni, sem orðið hefur á bæ Þórunnar, en ekki hefur hún orðið fyr en seint á 15. öld, og bærinn þá kominn í eyði, því að ólíklegt er, að hann hafi heitið annað en svæðið umhverfis. Gæti hugsazt, að nafnið væri dregið af skógarviðnum, brenni (= eldivið). Það er enginn vafi á því, að land Þórunnar hefur náð suður til Þverár og þar að, sem Þórunnarhylur er, en hann hefur jafnan verið einn allra bezti veiðihylur í ánni. Hefur hún haft þar laxveiði, og því er hylurinn við hana kenndur. Þá er sagt, að Þórunn hafi átt land ofan til Víðilækjar, og hefur það jafnan verið álitið, að lækur sá hlyti að vera einhver þeirra lækja, er renna í Þverá sunnan Arnbjargarlækjar, og þá ann- að hvort „Keldan“ (Neðraness-lækur) eða „Landbrotið“. Enginn hef- ur samt heyrt nafn þetta á lækjum þessum, og víðivöxtur er þar eng-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.