Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1937, Page 172

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1937, Page 172
170 rési, og er sennilegt, eins og Matthías Þórðarson telur, að sú breyt- ing hafi átt sér stað einhvern tíma, er kirkjan var endurbyggð. — í frásögninni af vígsluför Páls biskups er sagt, að því hafi verið heitið, að hin nýja kirkja skyldi verða helguð hinum heilaga Þorláki1). Nú er ekki kunnugt, að nein Vestmannaeyjakirkna hafi nokkuru sinni verið helguð Þorláki biskupi Þórhallssyni. Þó er það ekki óhugs- andi, að Ofanleitiskirkja hafi í fyrstu verið helguð honum, en síðan Pétri og loks Andrési. Um þetta er þó óvíst, en dýrlingabreytingin bendir til þess, að þekkzt hefur þetta, og má vera, að nokkru hafi um helgun ráðið, hvaða dag vígsluathöfn fór fram. Ekki þykir mér sennilegt, að sú kirkja, er Páll biskup vígði, hafi verið endurbygg- ing Klemenskirkju. Um 1200 eru mikil líkindi til, að mönnum hafi verið orðið það ljóst, að Klemenskirkja yrði ekki lengi á þeim stað, er hún stóð. Landbrot norðan megin hafnar hefur þá verið komið það á veg, að kirkjan hefur verið í hættu fyrir ágangi sjávar. Sextíu og níu árum síðar er svo komið, að þar er ekki grafið lengur. Þá er Kirkjubæjarkirkja reist og lagðar til hennar hálfar tekjur á móti Ofanleitiskirkju, en tíðir eru sungnar áfram að Klemenskirkju að helmingi við Kirkjubæjarkirkju. Úr því hefur liðið skammt, þar til Klemenskirkja leið undir lok. í máldögunum frá 1491—1518 (Dipl. Isl. VII., 41—43) er hún ekki nefnd á nafn. Með vissu er hægt að fullyrða það um aldur kirkjustaðar að Ofanleiti, að þar hefur verið kirkja um nokkurt skeið, er Kirkju- bæjarkirkja var reist. Af ummælum máldagans frá 1269 má sjá það, að nafn staðarins er ekki fullmyndað þá. Segir þar: ,,....til Peturs kirku þeirrar, er firi ofan leite er“. í máldaga kirkjunnar frá 1491—1518 er enn tekið eins til orða: „Kirkia sancti Andree fyrer ofan leiti“. Af landskyldaskránni frá 1507 (Dipl. Isl. VIII., 179—180)' má þó sjá, að um þetta leyti hefur staðarheitið verið búið að fá fasta mynd. Þar er þá kallað að „Ofannleite“. Orðalag máldagans mætti þá hafa orðið þannig fyrir áhrif frá eldra mál- daga, sem hafður hefur verið við höndina, þegar þessi var gjörður, eða þá hitt, að máldaginn er eldri en talið er í Fornbréfasafni. Um 1) Það var ekki búið að lýsa helgi Þorláks byskups, er Páll vígði þessa kirkju, 1198; það var gert á alþingi næsta ár. Það var ekki hægt að helga Þor- láki neina kirkju 1198, sízt sem einka- eða aðal-dýi’lingi, hvorki sem nafndýrlingi nje sem verndardýrlingi. Enda stendur ekki í sögunni, að þeir Páll byskup hafi heitið því, að helga Þorláki byskupi hina nýsmíðuðu kirkju. Samt er það vafa- laust rjett, að þeir hafi vígt hana með einhverju móti „honum til dýrðar". M. Þ.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.