Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1937, Side 200
198
mæli þess. — Fundarmenn risu úr sætum og minntust hins fráfallna
fjelag-sbróður.
Formaður skýrði því næst frá framkvæmdum fjelagsins á um-
liðnu ári. Hann las upp ársreikning þess; er hann birtur hjer á eftir.
Átti fjalagið í reikningslok 3975,21 kr. í sparisjóði og sem fastan
sjóð, í verðbrjefum, 3500,00 kr. eins og áður.
Þá minntist formaður þess, að á síðastliðnu ári, 26. september,
hefði verið aldarafmæli Brynjólfs Jónssonar frá Minna-Núpi, er um
mörg ár hafði verið aðal-starfsmaður fjelagsins við athugun sögu-
staða og staðbundinna fornleifa. Kvað formaður þá árbók fjelags-
ins, sem nú er í prentun og nær fullsett, og yrði fyrir árin 1937—39,
verða útgefna í endurminningu þessa aldarafmælis. — Hann minnti á,
að Brynjólfur hefði andazt fyrir tæpum 25 árum, 16. maí 1914, og
væri ævisaga hans, eftir sjera Valdimar Briem, og grein um fom-
fræðistörf hans í árbók fjelagsins 1915.
Þá slcýrði formaður nokkuð frá framkvæmdum fjelagsstjórnarinn-
ar við söfnun ömefna. Hafði verið veittur til hennar styrkur úr sátt-
málasjóði, svo sem undanfarin ár:
Því næst var gengið til kosninga. Voru embættismenn fjelagsins
allir endurkosnir, og sömuleiðis þeir þrír fulltrúar, sem lögum sam-
kvæmt áttu að ganga úr fulltrúaráðinu.
Formaður gat þess, að hann hefði skrifað Sögufjelaginu í Was-
hington, American Historical Association, samkvæmt aðalfundar-
samþykkt 1937 viðvíkjandi Eiríksstöðum í Haukadal, og síðan aftur
síðastliðið haust, eftir að hafa rannsakað rústimar þar og hver hætta
þeim sje búin af landbroti Haukadalsár. Kvaðst formaður síðan hafa
fengið brjef frá sögufjelaginu með þakklæti fyrir upplýsingarnar, en
jafnframt hefði það látið í ljósi, að það sæi sjer ekki fært að stuðla
neitt að verndun þeirra. Kvaðst formaður síðan hafa snúið sjer til
ríkisstjórnar vorrar um það mál, og hefði hún það nú til athugunar,
en svar hefði eigi komið enn við því brjefi.
Enn fremur skýrði formaðurfrá því, hversu nú væri komið ráða-
gerðum um þátt-töku erlendra fornfræðinga í fornleifarannsóknum
hjer á landi; myndi verða úr henni á sumri komanda. Sbr. um það
mál aukafundargerð 1936 og aðalfundargerð 1937.
Fleira fór ekki fram, og er fundargerð hafði verið lesin upp og
samþykkt, sagði formaður fundi slitið.