Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1983, Page 4
8
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
2. mynd. Kötlugosið 1918 séð frá Hrífunesi, málverk í eigu Árna Jónssonar í Hrifunesi. Myndin
er máluð eftir Ijósmytid frá svipuðum stað og mynd nr. 1 er tekin. - Eldliúskitin og Túnhalinn eru
fremst á miðri tnyttd, og vinstra megin við þau rof eða skurður, um það hil þar sem árbakkinn er
nú og kumlateigurinn. - Glöggt má sjá, hve vestarlega Hólmsá rann á þeim títna, en þó renmtr
lætta úr hettni austur með túninu, þar sem áin rann öll 1982. Hefur því umtalsverð spilda brotnað
af túninu á þessum tíma. Ljóstn.: Kristján Eldjárn, 1981.
Jón Steffensen prófessor hefur rannsakað beinin, sem nú hafa safn-
númerið 1979:94, og lýst þeim á þessa leið:
„Beinabrotin virðast öll vera úr hausbeinum barns á 1. ári. Þau heil-
legustu eru vinstri stóri vængur fleygbeins, kletthluti og skeljarhluti
vinstra gagnaugabeins og vinstra kinnbein, sem öll eru sæmilega vel
varðveitt."
Vitneskjan um þennan fund er þá ekki meiri en þetta: Ungbarnsbein
undir steini, 30—40 m vestur frá hrossgröfinni. Staðfesting á því sem
ætla mátti, að fleiri kumla mætti vænta en hrossgrafarinnar einnar.
Sumarið 1980 sá Árni í Hrífunesi að enn gægðust mannaverk fram úr
bakkanum, um 50 m vestur frá hrosskumlinu og þá 10-20 m vestur frá
barnskumlinu. Glytti þar í steina djúpt niðri og eitthvert beinahrafl sá
hann einnig. Hann tilkynnti þjóðminjaverði um fund sinn, og hinn 4.7.
1980 komu þjóðminjavörður og Gísli Gestsson á staðinn. Ekki hreyfðu
þeir við neinu, en Gísli tók eina litskyggnu sem sæinilega glöggt sýnir
hvernig þá var ástatt á staðnum. Þjóðminjavörður vildi að ég rannsak-
aði fundinn í framhaldi af rannsókn hrosskumlsins 1958. En vegna