Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1983, Page 7
KUMLATEIGUR í HRÍFUNESI í SKAFTÁRTUNGU I
11
3. mynd. Steinlagning kringum hrossgröjina, sem rannsökuð var 1958, ásamt bakkanum, scm áin
hajði brotið. Myndin tekin áður en rannsóknin vargerð. Ljósm.: Gísli Gestsson, 3. nóv. 1958.
ara norðan við það, enda hafði þar eins og dregið í skafl (32. mynd).
Ofan við þctta mikla öskulag var 50 sm þykkt lag at fokmoldum með
a.m.k. tveimur þunnum öskulögum ofarlega, en þá tók við 5 sm þykkt
öskulag, sem Sigurður Pórarinsson telur ekki vafa á, að sé frá Kötlugosi
1416. Ofan við voru svo til skiptis samskonar öskulög og fokmoldarlög
alla leið upp að grasrót, sem er 1,50 m frá yfirborði leiðisins, en 2 m
ofan við steinaraðirnar í jaðri þess. Mest ber á fjórum þykkum ösku-
lögum, sem Sigurður Pórarinsson telur frá Kötlu 1918, 1755, 1625 og
1416, eins og þegar er sagt. Eftir þykkt moldarlagsins næst undir því
lagi mætti ætla, að þykka öskulagið ofan á leiðinu væri ekki yngra en
frá 10. öld. Líklega er það frá Kötlu.
í miðju leiðinu var gröf, óreglulega kringlótt eða sporöskjulöguð,
1,50 m að lengd, rösklega 1 m að breidd, en dýpt hennar frá steinaröð-