Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1983, Page 11
KUMLATEIGUR í HRÍFUNESI í SKAFTÁRTUNGU I
15
6. mynd. Grjóthleðslan yfir karlmannskumlinu 1981. Eftir teikningu Kristjáns Eldjárn.
og haugfé, ótvírætt segja aðra sögu. Beinin eru ákaflega illa varðveitt og
miklu verr en beinin úr barnskumlinu. Var ekki unnt að hafa hendur á
neinu heilu beini, enda voru þetta mest smábrot, dreifð innan um
sandinn, einkanlega um miðbik grafar. Fór því víðsfjarri að unnt væri
að sjá nokkra röð og reglu, og þess vegna t.d. ekki viðlit að fullyrða í
hvorum enda grafar höfuðið hefur legið. Til marks um ruglinginn er
það að Árni Jónsson, sem kom að öllu óhreyfðu, sá og hirti tennur sem
voru vestarlega í gröfinni og svo aðrar sem voru austarlega. Hélt hann
þessu aðskildu af því að hann taldi sjálfsagt að hvorar um sig hlytu að
vera úr sömu persónu og beinaleifarnar þá úr tveimur manneskjum. En
reyndar eru tennurnar allar úr sama manni, sbr. greinargerð Jóns Steff-
ensens hér á eftir. Þá ber þess að geta að um miðju grafar, þar sem
beinaleifarnar voru, var sandurinn laus í sér og sumsstaðar holrúm í
hann án þess að ljóst væri af hverju slíkt stafaði. Tilgangslaust var, enda
ekki vinnandi vegur, að staðsetja hverja beinflís, en vandlega var þess
gætt að tína þær saman, þær sem á annað borð loddu saman. Jón Steff-
ensen hefur gert eftirfarandi skýrslu um beinin:
„Bein frá Hrífunesi 1981 (H-143). Mjög fúnar beinaleifar mest brot úr
löngum leggbeinum, en svo illa farin að ekki verður greint úr hvaða,
utan lítils parts af neðsta hluta lærleggs og óvíst úr hvorum þeirra.
Kletthluti hægra og vinstra gagnaugabeins. 5 tennur með hluta af rót-
inni og glerjungur (króna) 11 tanna. Þessar tennur eru allt fullorðins-
tennur: 6 jaxlar, 5 forjaxlar, 4 vígtennur og 1 framtönn. Auk þess er
talsvert af glerjungsbrotum, sem virðast öll vera úr framtönnum.
Tannslit er svo að skín í tannbein á pörtum. Þessar beinaleifar benda til
þess að um einn fullorðinn mann sé að ræða, en um kynið verður ekki