Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1983, Page 12
16
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
7. mynd. Eldslál, met ogjaspismoli úr karlmannskumlinu frá 1981. Ljósm.: Halldóra Ásgeirsdóttir.
Eins og skýrslan ber með sér virðist mega treysta því að í kumlinu
hafi ein fullorðin manneskja verið heygð, eins og líka var sennilegast.
Þá er það haugféð. Innan um beinahraflið voru nokkrir smáhlutir.
Hafði Árni tekið suma til handargagns, en aðrir fundust við rannsókn-
ina. Um staðsetningu þeirra verður ekki annað sagt en að ekkert bendir
til að þeir hafi verið itt situ, en þó voru þeir um miðbik grafar eins og
beinin yfirleitt voru. Hlutir þessir voru eins og hér segir:
Haugfé.
(Greinilega hefur Kristján Eldjárn ekki verið búinn að semja lýsingu
haugfjárins frá Hrífunesi er hann samdi rannsóknarskýrslu sína, vegna
þess að hlutina hafði hann ekki hjá sér. Meginhluti þeirra var fastur
saman í einn klump, en við röntgenmyndun sást hvað hann hafði inni
að halda, og sendi Kristján klumpinn og hlutina til Halldóru Ásgeirs-
dóttur, þá nemanda í forvörzlu í Kaupmannahöfn, til meðferðar. Voru
þeir ókomnir aftur er Kristján lézt, en hér fylgir lýsing á gripunum.
Þ.M.).
1. Eldstál af venjulegri víkingaaldargerð, 1. 8,3 sm, mesta breidd 3,9
sm. Endarnir undnir upp í hring og ekki á miðju járninu. Stálið er nær
gegnryðgað en þó sést lagið glöggt, t.d. að botnhlutinn er breiðastur
um miðju, svo sem venja var.