Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1983, Page 17
KUMLATEIGUR í HRÍFUNESI í SKAFTÁRTUNGU I
21
Geta ber þess að þjóðminjavörður sá Langarofstóftir 4. okt. 1981.
Voru tóftirnar síðan friðlýstar og friðlýsingarmerki sett upp. Áður hafði
Árni í Hrífunesi merkt þær og friðlýst á sinn hátt með því að leggja
steinaröð ofan á veggina til þess að þeir sæjust betur og minni hætta
væri á að neitt ófyrirsjáanlegt rask yrði þeim að grandi.
Alls engin rannsókn hefur verið gerð á þessum nýfundnu minjum.
En enginn sem sér þær getur varist þeirri hugsun að þarna hljóti að vera
skáli frá fornöld. Til hvers hringurinn er skal ósagt látið. Ef til vill er
hann fjárrétt, en svona tilgátur út í bláinn stoða lítið. Aðalatriði máls er
það, að mér finnst líklegt að þarna á Langarofi, sem nú heitir, hafi
menn í upphafi byggðar reist bæ, búið þar einhvern tiltölulega
skamman tíma, síðan flutt bæjarstæðið af einhverjum ástæðum (vatns-
burður er t.d. nokkuð langur og erfiður). Ef nú svo er, að þarna hafi
verið bær á landnámsöld, mætti geta þess til, að kumlateigurinn niðri
við Hólmsá væri grafreitur fólksins á þcim bæ. Ef tekið er mið af stað-
arvali kumlateiga og afstöðu til bæja, eins og þetta er yfirleitt hér á
landi, er fjarlægð og afstaða kumlateigsins hér þannig að vel hæfði bæ
sem verið hefði uppi í Langarofi. Þarf þá ekki lengur að furða sig á
nálægð kumlateigsins við Hrífunesbæ þar sem hann var löngum á seinni
öldum. Hann hefur ekki verið þar þegar kumlateigurinn var í notkun.
Vitaskuld er þetta aðeins getgáta eða tilraun til skýringar. Ef tóftirnar
í Langarofi verða einhverntíma rannsakaðar, kann eitthvað allt annað að
koma í ljós — og þá er að taka því.