Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1983, Síða 21

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1983, Síða 21
KUMLATEIGUR í HRÍFUNESI í SKAFTÁRTUNGU II 25 Steinarnir í bakkanum reyndust um 110 sm frá yfirborði og þaðan voru um 100 sm niður að ánni, sem rann þarna fast við. Sáust ösku- lögin mjög greinilega í sárinu og þekktust þau glöggt. Þar bar mest á gríðarþykku lagi, Eldgjárlaginu frá 934. Efst var það blandað fokvikri, en neðar var lagið svart og sums staðar 20-30 sm þykkt. Grafið var talsvert inn í stálið, vel inn fyrir gröfina. Þá kom í ljós, að steinahrúgan var aðeins eitt lag, flestir steinarnir um 15 sm í þvermál, tveir áberandi stærstir, 30—40 sm í þvermál. Hafa þeir væntanlega verið teknir úr ánni, þótt ekki sæist nú neitt grjót af þessu tagi í kring. Grjótið var neðst í Eldgjárlaginu en undir því blönduð mold, upp- mokstur, unr 20 sm þykk víðast hvar, þar undir óhreyfð rnold, 2-3 sm þykk og þar undir „landnámslagið“ svonefnda frá um 900, 5-7 sm þykkt. Þetta var fremst í kumlinu, framan við gröfina sjálfa og var það athyglisvert, að steinarnir voru þannig mest á austurjaðri grafarinnar, en hún ekki öll hulin grjóti, sem vænta hefði mátt. Eftir að steinarnir höfðu verið fjarlægðir og fyllingin undir þeim kom gröfin í ljós. Hún var sem næst sporbaugótt en nokkuð óljós nyrzt. Gröfin vissi sem næst frá norðri til suðurs, um 220 sm á lengd og um 110 sm á breidd. Grafarbarmarnir smágengu að sér, eins og pottur, og var dýpt niður á botn um 70-80 sm. Hestsbeinagrindin lá á botni grafarinnar og hefur hesturinn verið felldur á bakið. Framhlutinn vissi til norðurs, fáetur voru að vestanverðu, rif og hryggur sem næst í miðri gröf. Ljóst er, að hesturinn hefur verið sleginn af með því að höggva af honunr höfuðið, því að hausbeinin lágu á hvolfi eins og aftan við makkann og hefur verið kastað þar niður. Hringamél voru uppi í kjaftinum og um miðja gröfina fundust ryð- kekkir, sennilegast frá nöglum úr söðli, en ekki tók lega þeirra á sig neina mynd. Járn var nær ekkert eftir í ryðkekkjunum. Hrossbeinin voru mjög meyr orðin og tolldu lítt saman, nema helzt leggbein og höfuðbeinin að nokkru. Búast hefði mátt við, að mannsgröf væri við hestsgröfina, eftir því sem oft er raunin á þar sem reiðskjótinn hefur fylgt eiganda sínum í gröfina og hestsgröfm þá t.d. til fóta manninum. - Hér var enga mannsgröf að finna; hefði hún verið framar, ármegin, hefði hennar átt að verða vart á undanförnum áruni er þar brotnaði af bakkanum, svo vel hefur verið fylgzt með kumlateig þessum frá því hans varð fyrst vart, 1957. Ekki er vitaskuld loku fyrir það skotið, að mannsgröf geti verið innar í bakkanum vestan við gröfina, en örugglega ekki samtengd hestsgröfinni. Ekki var þó ráðizt í leit þar vegna þess, hve óhemjumikill gröftur það hefði orðið og aðstæður slæmar.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.