Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1983, Page 36

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1983, Page 36
40 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS gröfin var tekin af því hvernig uppmoksturinn lá, 4—6 cm ofan við Landnámslagið. Landnámslagið var óhreyft að sjá ármegin við kumlið, hvergi sundurslitið eða rofið. í bakkanum „bak við“ gröfina voru linsur úr því á stöku stað í moldinni ofan við, sennilega úr torfi þar sem þær höfðu ekki blandast uppmokstrinum. Gjóskulagið E-1 lá ofan á steina- laginu en var misþykkt og hafði safnast saman vestan megin við haug- inn, þar var það allt að 50 cm þykkt. Aðeins vottaði fyrir mold rnilli grjóts og gjósku á einum stað en hún kann að hafa verið úr grafarfyll- ingunni. Hestskumlið er yngra en Landnámslagið og eldra en gjóskulagið E-l, en er miklu nær því síðarnefnda að aldri. Hugsanlega er það aðeins nokkrum árum eldra en E-l. Eins og skýrt er í kafla II er hér gert ráð fyrir að E-1 sé frá 934 A.D. ± 2 ár. Konukuml grafið upp Í982 Afstaða konukumlsins til gjóskulaganna, einkum E-l, er miklu flóknari en kumlanna sem á undan er lýst. Konukumlið var rannsakað í október 1982 af Gísla Gestssyni og Sigurði Þórarinssyni. Lýsingin og túlkunin hér á eftir er byggð á dagbók, teikningum og ljósmyndum Sigurðar Þórarinssonar og viðræðum við hann þegar verið var að leggja drög að greinargerð um rannsóknina, en einnig vettvangsskoðun með þeim Gísla Gestssyni þegar uppgreftri var að ljúka. Snið, sem mæld voru í árbakkanum, áður en byrjað var að grafa frá kumlinu, eru sýnd á mynd 19. Fyrstu merkin sem sáust um kumlið var steinalag í bakkanum og gjóskublönduð mold umhverfis það. Hvort tveggja lá ofan við gjóskulagið E-1 og Sigurður Þórarinsson var í fyrstu þeirrar skoðunar að kumlið væri yngra en það gjóskulag. (Athygli skal þó vakin á því að í sniði 2 kemur einnig fram gjóskublönduð mold undir E-l). Þegar grafið var frá steinunum kom í ljós að afstaða E-1 til kumlsins var allmiklu flóknari, eins og sýnt er á mynd 20. Teikningin er gerð eftir ljósmynd Sigurðar Þórarinssonar og sýnir þverskurð af suðaustur- enda grafarinnar ásamt jarðlagaskipan við kumlið. Gröfin var grynnst að suðaustanverðu (sbr. bls. 28) en var miklu dýpri þegar innar konr í bakkann. Til samanburðar er innanmál grafarinnar þar sýnt nreð breiðri línu, jafnfranrt sést hvaða gjóskulög hún hafði verið grafin í gegnurn. Lóðréttu línurnar A og B sýna hvar sniðin á mynd 19 voru mæld áður en grafið var frá steinalaginu. Til hægðarauka verða þær hafðar til við- miðunar þegar jarðlagaskipaninni er lýst. Lítum fyrst á snið sem fylgir línu B frá efri brún myndarinnar.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.