Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1983, Page 44
MARGRÉT HALLSDÓTTIR
FRJÓGREINING TVEGGJA
JARÐVEGSSNIÐA Á HEIMAEY
Inngangur
Upphaf frjógreininga á íslandi má rekja til fornleifarannsóknanna í
Pjórsárdal sumarið 1939 (Sigurður Þórarinsson 1944). Þar var rann-
sóknaraðferðinni beitt við að athuga áhrif landnáms á gróðurfar dalsins
og ekki síður sem lið í könnun á sögu kornræktar á íslandi. Síðan hefur
frjógreining oftar en ekki tengst þessum fræðigreinum, fornleifafræði
og sagnfræði, á einn eða annan hátt (Þorleifur Einarsson 1962, 1963;
Guðrún Sveinbjarnardóttir o.fl. 1981; Margrét Hallsdóttir 1982; Mar-
grét Hermannsdóttir 1982).
Hér á eftir verður gerð grein fyrir niðurstöðum frjógreiningar tveggja
jarðvegssniða frá Heimaey (1. mynd). Rannsóknin var unnin í tengslum
við fornleifarannsóknir í Herjólfsdal, sem hófust sumarið 1971 og
haldið var áfram til hausts 1981, með hléum þó vegna náttúruhamfara
og fjárskorts (Margrét Hermannsdóttir 1982).
Við gjóskulagarannsóknir á Heimaey sumarið 1977 kom í ljós óhreyft
og trúlega samfellt jarðvegssnið í um 100 m fjarlægð frá uppgraftar-
svæðinu (2. mynd, Herjólfsdalur). Úr þessu sniði fékk greinarhöfundur
jarðvegssúlu til frjógreiningar. í henni voru tvö gjóskulög til tímavið-
miðunar, það yngra er ættað frá Kötlu (K), en það eldra er sama lag og
oft er nefnt Landnámslag (Vlla) (Guðrún Larsen 1981). Sýni voru frjó-
greind suinarið 1978, frjólínurit merkt — Herjólfsdalur - var teiknað og
gengið frá skýrslu vorið 1979. Varðveisla frjóanna í þessu sniði reyndist
slæm, 37—52% frjóanna voru það illa leikin (corroded) að ekki var unnt
að greina frjógerðina (pollen type). Því var ljóst að túlkun á frjólínurit-
inu yrði mjög erfið, nema ef til kæmu viðbótarrannsóknir á sýnum þar
sem frjóin væru betur varðveitt.
Nú er hvergi að finna mýrlendi á Heimaey, en í því varðveitast frjóin
allajafna vel. Örnefnið Torfmýri (Torfumýri) þótti benda til, að svo
hafi ekki alltaf verið og að norðan við Ofanleitishamar hafi áður verið
votlent. Síðsumars 1978 var grafin hola og leitað eftir óhreyfðu sniði í
Torfmýri án árangurs. Aftur var borið niður í Torfmýri 1981 með