Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1983, Page 49
FRJÓGREINING TVEGGJA JARÐVEGSSNIÐA A HEIMAEY
53
sást við sýnatöku (2. mynd, Herjólfsdalur), kom ekki fram í stokknum.
í fyrstu var talið að efra gjóskulagið væri annað hvort upprunnið í gosi
í Kötlu um árið 1000 A.D. eða í Eldgjá um 935 A.D. Nú bendir flest
til að gjóskulagið sé úr enn eldra gosi í Kötlu (Guðrún Larsen pers.
uppl.). Neðra gjóskulagið sýndi sig vera dökki hluti Landnámsgjósk-
unnar (Vlla) (smásjárathugun og efnagreining G.L. 1981).
Landnámsgjóskunnar er fyrst getið í tengslum við fornleifarannsókn-
irnar í Pjórsárdal, þá nefnd Vlla+b (Sigurður Þórarinsson 1944). Hún
myndaðist í miklu gosi á gossprungukerfinu, sem kennt er við Veiði-
vötn (Guðrún Larsen 1978). Ekki er vitað með vissu, hvenær þetta gos
varð. Rannsóknirnar í Þjórsárdal sýndu að það er eldra uppgrafinni
byggð (Sigurður Þórarinsson 1944) og út frá því var aldur þessi áætl-
aður um 1200 ár (sami 1958). Frjógreining jarðvegssniðs við Skálholt
leiddi í ljós að líklega væri landnámsgjóskan yngri landnámi þar, eða
frá um 900 A.D. (Þorleifur Einarsson 1962). Síðan hefur sú tímasetning
verið viðtekin nú um hríð (sjá m.a. Sigurð Þórarinsson 1967:20). Hugs-
anlega má tímasetja það 898 A.D. (Guðrún Larsen 1982).
Jarðvegsgerðin er brúngul mold með járnútfellingum og hefur sam-
setninguna (Ag + Ga)2,Th2,Lfe+,Dg+ eða, ef meira hlutleysis er gætt
og ekki tekin afstaða til uppruna humus efnanna, (Ag+Ga)2,Sh2,Lfe+,
Th+,Dg + . Glæðing á jarðveginum sýndi að 15-20% þurrvigtar mold-
arinnar væri af lífrænum toga. Afgangurinn 80-85% er sandur og silt að
mestu úr gleri, bergbrotum og steindum (kristöllum); kornin eru oft
límd saman með ryði. Grófleikabreyting í ólífræna hluta moldarinnar
varð ofan við þann hluta sniðsins sem frjógreindur var (Guðrún Larsen
1981).
Lýsing á jarðlagaskipan (3. mynd, Herjólfsdalur; dálkar 2 og 4):
Dýpi sm: Jarðvegsgerð: Samsetning: Auðkenni gjósku:
88,5-90,0 Brúngul mold (Ag+Ga) 2, Sh2, Lfe+, Th +, Dg+
90,0-90,5 Svart gler Ag4 K
90,5-91,5 Brúngul mold (Ag+Ga)2, Sh2,Lfe+,Th + ,Dg+
91,5-92,0 Dökkgrængrátt glcr með plag. steindum Ag4 Vlla
92,0-109,0 Brúngul mold (Ag+Ga)2,Sh2,Lfe+,Th+,Dg+
Alls voru tólf sýni tekin úr þessu 20 sm sniði og frjógreind. Niður-
stöður eru sýndar á frjólínuritinu Herjólfsdalur (3. mynd) og í töflu II.
Línuritinu var skipt niður í þrjú frjóbelti (Hd 1-Hd 3) og verður þeim
nú lýst.