Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1983, Page 57

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1983, Page 57
FRJÓGREINING TVEGGJA JARÐVEGSSNIÐA Á HEIMAEY 61 gætu hafa verið fleiri, þar sem skemmd frjó voru ekki mæld þá. Þessi frjó reyndust af Hordeum-gerð (Beug 1961:40). Bygg (Hordeum vul- gare), melur (Elymus arenarius) og húsapuntur (Agropyron repens) eru þær tegundir íslenskar, ræktaðar og villtar, sem mynda frjó af þessari gerð. í Torfmýrarsniðinu voru öll mælanleg grasafrjó stærri en 40 /xm athuguð (samtals 183). Mynsturgerðin, sem ekki var í öllum tilfellum greinanleg, reyndist vera Hordeum-gerð að meirihluta, nokkur af Fest- uca-gerð (vingull) (Fægri og Iversen 1966:196). Eftirtektarvert er, að 30 frjó reyndust stærri en 60 /tm og þar af fóru 5 yfir 70 /tm. Svona stór grasfrjó teljast vera af maís (Zea) (Fægri og Iversen 1966:197 og Beug 1961:35). Maís er upprunninn í Mexíkó og Mið-Ameríku og barst til Evrópu eftir landafundina miklu. Þess vegna telur greinarhöfundur þetta sýna að frjóin séu þanin (swollen), sem ekki er óalgengt með frjó í jarðvegi. Af þeirri ástæðu er lítið byggjandi á stærðarmælingu frjóa í þessu sniði, en hún ásamt athugun á mynsturgerð er sú aðferð, sem notuð er við greiningu kornfrjóa (Beug Í961; Fægri og Iversen 1966 og Andersen 1979). Fjögur þessara stóru grasafrjóa (sýni T7, T16, T17 og T19) reyndust aflöng (prolate), en sú lögun einkennir rúgfrjó (Secale cereale). Nú er þess að gæta, að rúgur framleiðir mjög mikið af frjói og er vindfrævaður, þannig að hafi hann verið ræktaður á annað borð í nágrenni Torfmýrar, ætti að finnast mun meira af honum en raun ber vitni. Þessi frjó af rúggerð verða því ekki talin næg vísbending um ræktun. Þótt birkiskógur geti ekki talist myrkviði, þá sköpuðust samt nýir vaxtarstaðir fyrir ýmsar birtukærar jurtir þegar skógurinn eyddist, og þær breiddust út með landnámi fastalandsins. Slíkar jurtir kallast „apo- fytar“. Þær tilheyra flóru svæðisins, en blómstra fyrst upp fyrir tilstilli landnemanna. Á Heimaey hafa verið einhæfari vaxtarskilyrði fyrir gróður heldur en á fastalandinu. Allt bendir til að gróður á Heimaey hafi verið lágvaxinn þegar við landnám, svo birtuskilyrði ættu ekki að hafa hamlað út- breiðslu birtukærra jurta. Jarðvegur gæti þó hafa orðið næringarríkari við upphaf ábúðar, hafi aska verið borin á völl og vegna húsdýra. Því væri helst að búast við að ræktunarkærar jurtir blómstri upp (t.d. fíflar, sóleyjar og súrur). Þó má gera ráð fyrir að jarðvegur hafi ætíð verið næringarríkur á Heimaey vegna bjargfuglsins, og því ef til vill ekki munað um það sem ábúðin lagði til, og snemma hefur eldsneytisskortur knúið eyjaskeggja til rányrkju, eins og lýst er allar götur frá 17. öld, þó verst hafi ástandið að öllum líkindum verið á 19. öld. Víkjum næst að jurtum, sem hugsanlega hafa slæðst hingað með
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.