Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1983, Page 58

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1983, Page 58
62 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS mönnum (synantropar). Frjó skurfu (Spergula arvense) fundust í sýnum H1 og T14, en í Þjórsárdalslínuritunum verður hennar fyrst vart ofan Landnámsösku (Sigurður Þórarinsson 1944). Þar komu líka frjó garða- brúðu (Valeriana) ofan Vlla+b, en á Heimaey í sýni H3, T19 (utan við talningu) og T17 (tætla). Selgresi (Plantago lanceolata) er ein þeirra jurta (ásamt garðabrúðu), sem Steindór Steindórsson (1964:39) telur (sam- kvæmt eðli þeirra og fundarstöðum á íslandi) að geti hafa borist hingað með pöpunum írsku. Selgresisfrjó fundust í Torfmýri (Tll, T7, T2) en ekki í Herjólfsdalssniðinu. Það frjólínurit fastalandsins, sem stendur Heimaeyjarsniðunum næst, er Lágafellslínuritið úr Landeyjum (Páhls- son 1981). Elsti hluti þess sniðs er frá því um Kristsburð. Selgresisfrjós varð vart þar nokkru neðan við Vlla+b (eitt frjó) og er talið vera flutt langt að (bls. 62) fremur en komið frá jurt er óx á staðnum. Þá má geta malurtarfrjós í TIO og einnar vafasamrar greiningar á netlufrjói í T2. Ekkert eitt sýni öðru fremur er því með frjófundi hugsanlegra „synan- tropa“, þ.e. mannelskra jurta, eins og sjá má á þessari upptalningu. Að lokum má geta eins einkennis á landnámi í íslenskum frjólínurit- um, en það er fall hvanna (Þorleifur Einarsson 1962, Margrét Halls- dóttir 1982) vegna beitar og manneldis. Á Heimaey hafa hvannstóð vafalítið verið mörg og gróskumikil við landnám og erfitt hefur reynst að gera út af við hvönnina að fullu, þar sem hún vex víða í björgunum, þangað sem torleiði er. Falls í hvannalínuriti gætir fyrst með sýni H1 í sniðinu frá Herjólfsdal, og í Torfmýrarsniðinu er hundraðshluti hvanna lágur í T20, T16, T2 og Tl. í greinargerðinni um Herjólfsdalslínuritið var reynt að leiða líkur að því að uppgangur í mjaðjurtalínuriti vitni um búfjárbeit (Margrét Halls- dóttir 1979:4), en í bókinni Nordisk váxtgeografi (Sjörs 1967:150) er sagt að skepnur sniðgangi mjaðjurtina. Mjaðjurtin getur vart talist algeng jurt á íslandi. Hún vex helst innan um kjarr (t.d. í Öskjuhlíðinni í Reykjavík), en einnig og e.t.v. þekktari sem mýrlendisjurt og þá oft bundin framræsluskurðum mýranna (t.d. á Suðurlandi) og að því leyti mætti telja hana „apofyta" á 20. öldinni. í Flóru íslands er mjaðjurtin sögð verða stórvöxnust í deigum valllendis- lautum. Lægð er í landslagið þar sem jarðvegssúlan er tekin, enda var þar valinn staður fyrir niðurfall á golfvelli eyjaskeggja. Á þeim tíma, sem liðinn er frá því mjaðjurtafrjóbeltið varð til, má telja víst að fremur hafi bæst í dældir sem þessa og blásið af hæðum heldur en hitt. Hlið- stæðu við mjaðjurtafrjóbeltið (Hd 2) er ekki að finna í Torfmýrarlínu- ritinu, hvort sem þar er um að kenna hugsanlegri eyðu í sniðinu eða að það nái ekki yfir þann tíma sem Herjólfsdalslínuritið spannar. Þriðja
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.