Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1983, Page 87

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1983, Page 87
GÍSLI GESTSSON EYVINDARKOFI OG INNRA-HREYSI Fjalla-Eyvindur er frægastur allra íslenskra útilegumanna að Gretti einum undanskildum. Nú (1983) stendur til að gera miklar vatnaveit- ingar austan við Þjórsárverin, sem geta haft talsverðar breytingar í för með sér einmitt þar sem er að finna nokkrar af helstu minjum um bú- setu Fjalla-Eyvindar. Af því tilefni eru hér rifjaðar upp fyrri rannsóknir og lýsingar á dvalarstöðum hans, enda var lítillega bætt við rannsókn- irnar í sumar. Grein þessi er að verulegu leyti byggð á þáttum um Fjalla-Eyvind í bók Ólafs Briems, Útilegumenn og auðar tóttir', en þó er hér dálitlu bætt við það, sem þar er sagt og sumar heimildir athugaðar nánar. Efsta graslendi við Þjórsá, sem nafn er gefandi, heitir einu nafni Þjórsárver, en það nafn er nýlegt. Á þessu graslendi eru varpstöðvar gæsategundar þeirrar er nefnist heiðagæs og það nafn er raunar einnig nýtt. Talið er að þarna verpi árlega nálægt 5000 fuglar og er þetta lang- stærsti varpstaður heiðagæsa, sem þekktur er.2 Fyrr á öldum og fram á miðja 17. öld fóru menn upp í ver þessi, líklega árlega, smöluðu ófleygum gæsum í réttir, drápu þær og fluttu til byggða.3 Það er trú manna að af þessum veiðum sé dregið að kalla þessar votlendu varp- stöðvar gæsanna ver. Margar smáár og jökulkvíslar renna í gegnum graslendi þetta til Þjórsár. Að vestan koma fjöldamargar jökulár frá Hofsjökli og verða þær ekki taldar hér, en að austan eru þessar helstar: Syðst er Þúfu- verskvísl, þá Eyvindarkvísl og innst eða nyrst Hreysiskvísl,4 sem raunar rennur innan við sjálf verin. Hún er einna stærst kvísla þeirra, sem að austan koma. Fyrr á öldum voru Þjórsárver að mestu fjárlaus. Þangað var fé vissu- lega ekki rekið (fremur en nú) og þessar slóðir voru ekki smalaðar á haustum. Það fé, sem slæddist þangað mun flest hafa orðið úti eða orðið útilegumönnum og refum að bráð. Frá því að gæsaveiðimenn hættu að smala þar gæsum, líklega um miðja 17. öld, uns eftirleitar- menn byrjuðu að fara inn í Arnarfellsver, líklega um miðja 19. öld,5 var
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.