Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1983, Síða 88

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1983, Síða 88
92 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS því sem engin mannaferð um Pjórsárver vestan Þjórsár og má telja fullvíst að svo hafi einnig verið austan árinnar. Á þessum slóðum hafðist Fjalla-Eyvindur við í fáein ár. Þar hafði hann nokkurn búskap, átti bæði fé og hesta og hefur efalaust haft ágætt gagn af gæsum og álftum, sem einnig eru mjög algengar í verunum. Þá var þar einnig gott til hvannaróta og sumstaðar uppgrip af íjallagrös- um. Ekki er vitað hvenær Eyvindur settist að í Eyvindarveri, en tekinn var hann við annan bæ sinn við Hreysiskvísl 7. ágúst 1772 og lauk þá búskap hans í Þjórsárverum. Þess má geta að áður átti Eyvindur sér bú í nánd við Arnarfell hið mikla, en í októberbyrjun árið 1762 fundu byggðamenn híbýli hans/’ brenndu húsin að köldum kolum, umturn- uðu þeim og umveltu, en Eyvind sjálfan og Höllu sáu þeir ekki. Þau höfðu sloppið upp á jökul með hest(a) og líklega barn. Eyvindur hefur því verið gjörkunnugur í Þjórsárverum þegar hann settist þar að skömmu fyrir 1770. Seint á 18. öld vaknaði áhugi fyrir bættum samgöngum yfir landið, en langferðir um óbyggðir höfðu þá að mestu lagst niður. Einar Brynj- ólfsson frá Stóra-Núpi fór norður yfir Sprengisand árið 1772 fyrir til- stilli Sigurðar landsþingsskrifara Sigurðssonar föðurbróður síns, en þá er talið að Sandurinn hafi ekki verið farinn í ein 40 ár. í þeirri ferð fann hann þau Eyvind og Höllu við Innra-Hreysi eins og fyrr var sagt og hafði með sér til byggða. Bólstaður Eyvindar við Arnarfell er nú óþekktur, en kofarústir hans í Eyvindarveri og Innra-Hreysi hafa verið þekktar síðan Einar fann þau Eyvind og Höllu og hafa margir séð þær, lýst þeim og jafnvel rann- sakað þær nokkuð. Þessar frásagnir eru helstar: Skýrsla Einars Brynj- ólfssonar um ferð hans yfir Sprengisand 1772, þarnæst „veglýsing yfir Sprengisand“ eftir Hjálmar Þorsteinsson, frá 1838, þá lýsing Stefáns Stefánssonar í Sviðholti um 1840 og þá lýsing Björns Gunnlaugssonar 1861. Næst skal telja uppdrátt og fáorða lýsingu Daniels Bruuns 1898 og lýsingu hans frá 1902. Gísli Gestsson o.fl. rannsökuðu rústirnar 1953 og loks athugaði Gísli rústir Innra-Hreysis sumarið 1983. Verða nú lýs- ingar þessara manna skráðar hér og teknar til nokkurrar athugunar. Einar Brynjólfsson fór frá Stóra-Núpi 3. ágúst 1772 og kom til baka að Hlíðarenda í Fljótshlíð eftir miðjan ágúst, og undirritaði skýrslu um ferðina þar þann 20. ágúst. Þessi skýrsla er nú ekki til, en Sigurður landsþingsskrifari þýddi hana á dönsku og stytti hana eitthvað og sú þýðing er til í tveimur eintökum í Þjóðskjalasafni.7 Þessi eintök eru ekki alveg samhljóða, en efnismunur er enginn, aðeins er aukið í nokkr-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.