Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1983, Page 91
EYVINDARKOFI OG INNRA-HREYSI
95
Eyvindarver. Horft frá Eyvindarkofa til Arnarfells. Ljósm.: Gísli Gestsson.
vatnsfalla í lýsingu Hjálmars að sú á, sem hann nefnir Blákvísl, er
einnritt Hreysiskvísl og er undarlegt að hann skuli leggja áherslu á
að hún sé aðeins stór lækur þegar þess er gætt, að hún verður aldrei sár-
lítil, varla minni en 5 rúmmetrar á sekúndu. Að þessu athuguðu hallast
ég að þeim skilningi að það vatnsfall, sem Einar Brynjólfsson nefnir
„lítinn læk“, en Hjálmar „stóran læk“, sé raunar Hreysiskvísl og Innra-
Hreysi sé þar sem kofarústin stendur á syðri bakka þeirrar ár, sem nú
hefir lengi verið við Hreysið kennd. Ekki veit ég heldur til að bent hafi
verið með rökum á neinn annan stað, sem gæti verið hið „rétta“ Innra-
Hreysi.
Nú fara ekki sögur af bólstöðum Fjalla-Eyvindar í meira en 60 ár, en
1838 ritar Hjálmar Þorsteinsson, síðar prestur, „Veglýsingu yfir
Sprengisand úr Bárðardal".10 Lýsing þessi er færð inn í vasabók Björns
Gunnlaugssonar, ef til vill skrifuð fyrir hann, enda hafði hann lýsingu
þessa með sér og fór eftir henni þegar hann fór yfir Sprengisand þremur
árum seinna. í lýsingu Hjálmars segir eftir að hann hefir talað um
Blákvísl:
Enn er haldið áfram sömu stefnu sem fyrr og kemur 3ja kvíslin,
sem nefnist Eyvindarkofakvísl. Nú sér maður álftaver. (Það eru