Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1983, Page 105
SKÝRSLA UM FERÐ EINARS
BRYNJÓLFSSONAR YFIR SPRENGISAND
JAKOB BENEDIKTSSON BJÓ TIL PRENTUNAR
Varðveitt eru tvö handrit af ferðaskýrslu Einars Brynjólfssonar, bæði
í Þjóðskjalasafni. Annað er í Skjalasafni stiftamtmanns III nr. 30. Rentu-
kammerbréf til stiftamtmanns maí 1773 - marz 1775; hér á eftir nefnt
A. Hitt er í Varia IV, 1770-1800; hér á eftir nefnt B. Handritin eru
hvort með sinni hendi; A er með skrifarahendi sem bregður fyrir í
bréfabók Sigurðar Sigurðssonar landþingsskrifara frá þessum tíma, en
Einar Brynjólfsson hefur skrifað B (Einar E. Sæmundsen eignar honum
ranglega bæði handritin, sjá Hrakningar og heiðarvegir I 43—44). Af
bréfabók Sigurðar landþingsskrifara (í Þjóðskjalasafni) sést að hann
hefur sent frá sér þrjú eintök af skýrslunni (sjá Hrakningar og heiðar-
vegir I 56—58): 1) til Thomas Windekilde landsnefndarmanns, 25. ág.
1772; 2) tiljóns Eiríkssonar, 26. ág.; 3) til Thodals stiftamtmanns, 30.
ág. Líklegt er að handritið A sé nr. 3, en B nr. 1.
Augljóst er að A er fyrr skrifað. í B er orðalagi stundum vikið til
réttari dönsku, nokkrar ritvillur eru leiðréttar og á einstaka stað er bætt
við orðum til frekari skilningsauka. Orðamunur handritanna skiptir þó
engu máli efnislega og ekki ástæða til að tína hann til, því að sjálfsagt
var að prenta textann eftir B, enda hefur Einar Brynjólfsson þar haldið
sjálfur á penna.
Skýrslan er hér prentuð stafrétt með þessum undantekningum:
Notkun upphafsstafa er samræmd í nokkrum orðum þar sem oft er tor-
velt að greina hvort standa eigi stór stafur eða lítill. Þar sem prentað er
á og ó í íslenskum örnefnum er í handritinu a og o með tveimur
broddum yfir, en þar sem prentað er ö er oftast skrifað ó eða 0. Loks
er fáeinum greinarmerkjum bætt við til skilningsauka.
Kort Dag=Register
eller
Sandfærdig Berætning over den efter Landtingskriver S. Sivertssens giordte
Begiæring og Tilskyndelse foretagne Reise til Nordlandet over saa-