Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1983, Page 117
FORN GRAFREITUR Á HOFl í HJALTADAL
121
Mynd 4. Teikning sem sýnir innbyrðis afstöðu þeirra beina sem rannsökuð voru „in situ“ 1955.
Teikn. Guðmundur Ólafsson. Frumteikn. Gisli Gestsson. - Fig 4. Skeletons found “in situ“ iti
1955.
Á mynd 4 er teiknuð upp afstaða þeirra beina sem talin voru liggja
óhreyfð á sínum stað („in situ“). Þau voru þó ekki öll grafin upp sökum
tímaskorts. Hins vegar var safnað saman miklum fjölda beina sem ýtan
hafði losað um. Varð ekki séð á staðnum hvað af þeim heyrði saman.
Jón Steffensen sem greindi síðan beinin, taldi að þarna hefðu örugglega
fundist bein úr að minnsta kosti 8 einstaklingum, sennilega 5 karl-
mönnum, 2 konum og 1 unglingi. Miðaði hann þá m.a. við fjölda lær-
leggja og stærð lærleggshöfuðs sem á karlmönnunum er frá 48-52V2
mm (mesta þvermál), en 41—4114 mm á konunum.
Við samanburð reyndist ógerlegt að segja til um með fullri vissu,
hvaða beinagrindur í skýrslu Jóns svöruðu til lýsingarinnar hjá Gísla, að
undanskilinni nr. 1 sem er K—42 hjá Jóni, eins og áður er komið fram.
Samantekt Jóns um beinagrindurnar K—43 — K—49 er því birt hér til
glöggvunar:
K-43. Hauskúpa án kjálka, 3 hryggjarliðir, hægra herðablað, hægra
viðbein, vinstra upphandleggsbein, hægri öln, vinstra mjaðmarbein, og
öll fótarbein utan vinstri hnéskeljar og nokkurra tákjúka. Fæturnir fyrir
neðan hné fundust „in situ“. Beinin eru úr fullorðnum (maturus) karl-
manm.