Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1983, Síða 125

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1983, Síða 125
FORN GRAFREITUR A HOFI í HJALTADAL 129 í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns, en þar segir m.a. svo í lýsingu Hóla, sem samin er 1709: „Hofið heitir stekkur og fjárhús staðarins, þar segja munnmæli bærinn hafi staðið áður í fyrndinni og ljós eru þar byggðarmerki en þá er þessi biskupsstóll var stiftaður, var þar staðurinn sem nú stendur hann, og veit enginn að síðan hafi bær verið á Hofinu, má og ekki byggja fyrir landþröng." (Jarðabók IX, bls. 218-219). Ljóst er af þessari frásögn, að bærinn á Hofi hefur farið mjög snemma í eyði og að þar hafi síðan verið stekkur og fjárhús Hólastaðar. í sýslu- og sóknarlýsingum SkagaQarðarsýslu skrifar Benedikt Vig- fússon, prestur á Hólum, eftirfarandi kafla árið 1843: „Sér enn fyrir aur- máli goðahofsins á Hofi, en þó miklu gjörr, áður þar var árið 1827, byggt nýbýlið. Einnig vottar þar fyrir drykkjuskálatóftum þeim, er mælt er, að Hjaltasynir erfðu í föður sinn með gildinu mikla, er forn- sögur um geta. Þar er og enn kallaður Blótsteinn og Goðalág." (Sýslu og sóknarlýsingar II, bls. 130). Af rituðum heimildum má þá helst ráða, að á landnámsöld hafi stór- býli verið reist á Hofi, en að byggð hafi ekki haldist þar mjög lengi, e.t.v. sökum landþrengdar, og að bærinn hafi því verið fluttur að Hólum þegar á 11. öld. Eftir að biskupsstóll er settur á Hólum árið 1106 er að minnsta kosti ekki getið um bæ á Hofi, aðeins að þar séu fjárhús og stekkur Hólastaðar. Það er svo ekki fyrr en 1827 að aftur er farið að búa á Hofi, og þá sem hjáleigu frá Hólum. Bersýnilegt er, að menn hafa þekkt til hinna fornu mannvirkja á staðnum, og tengja þau auðvitað við Hjalta land- námsmann og syni hans, vegna frásagnar Landnámu. í rituðum heimildum er hvergi minnst á kirkju eða bænhús á Hofi, en hvort sem þarna hefur verið guðshús eða heimagrafreitur eingöngu, hlýtur hann að hafa verið í notkun á sama tíma og búið var á Hofi. Það er að segja, annaðhvort fyrir 1106 eða eftir 1827. Að öllum líkindum hefur gamli bærinn, að stofni til, verið sami bær- inn og hjáleigan sem reist var árið 1827. Þó að hann hafi verið endur- bættur um 1860, tel ég að þá hafi hann ekki verið fluttur til. Það kemur því ekki til greina, að grafreiturinn sé frá þeim tíma, þar eð sumar graf- irnar eru undir framhúsum bæjarins. Nú mun vera talið að fyrsta kirkja sem reist var í Hjaltadal hafi verið sú sem Þorvarður Spak-Böðvarsson gerði að Ási árið 984; önnur kirkja sem getið er um er sú sem Oxi Hjaltason lét reisa um 1050 á Hólum. (Heim að Hólum, bls. 9—17). Hafi verið kirkja á Hofi, ætti hún að vera eldri en kirkja Oxa, því varla hefur þótt ástæða til að reisa nýja kirkju
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.