Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1983, Síða 127
FORN GRAFREITUR Á HOFI Í HJALTADAL
131
Fyrst er svonefnd skálatóft sem munnmælin herma að erfi Hjalta hafi
verið haldið í (nr. 4 á loftmynd). Utlit hennar ber reyndar ekki einkenni
þess að vera skáli frá 10. öld og er vafasamt að hún sé svo gömul.
Sigurður telur að hofið hafi staðið á hólnum norðan við svonefnda
Goðalág og að leifar þess sé að finna framan við og undir gömlu fjár-
húsunum sem þar nú standa (nr. 5). Þarna sést móta fyrir einhverjum
tóftum, en ekki er hægt að sjá til hverra nota þær hafa verið.
Norður frá fjárhúsunum á löngum hólrana, sem nefndur er Hali, er
fornleg rúst (nr. 6). Þessi rúst hefur verið nefnd bæjarrúst eða Halatóft.
Að sögn var öskuhaugur vestan og neðan við hana, en búið er að slétta
úr honum. Sigurður virðist telja þessa rúst vera austur frá fjárhúsunum,
en það er rangt.
Hjaltahaugur er austur af bænum. Það er lágur hóll og vottar fyrir
hringmynduðum garði umhverfis hann (nr. 7). Sigurður gróf lítillega í
hauginn án þess að verða neins vísari, en lætur þess getið að í tíð séra
Benedikts Vigfússonar hafi verið grafin í hann allmikil gröf.
Suðvestur af bænum, vestan undir háu grónu melbarði, segir Sig-
urður að móti fyrir miklum garðlögum og lítilli tóft við norðurenda
þeirra (nr. 8). Telur hann líkur til að þangað hafi verið veitt vatni úr
bæjarlæknum og að þarna hafi verið sundtjörn til forna. Nú er búið að
slétta þessa garða út að mestu og erfitt að gera sér nokkra grein fyrir
því hvað þetta hefur verið.
Þessar fornleifar voru allar friðlýstar árið 1926, og þá hefði einnig
þurft að friðlýsa sjálfan bæjarhólinn.
í Bolla þætti er þess getið að virki sé umhverfis bæinn á Hofi, og
skýrsla Sigurðar Vigfússonar endar á þessum orðum: „Það er mál
manna, að í kring um hinn bratta og mikla hól, er bærinn að Hofi
stendr á, hafi verið bygt virki, enn því til stuðnings telja menn steina,
sem víða standa upp úr jörð kringum hólinn, enn sem eg get þó eigi séð
glögg merki til að séu settir þar af mannahöndum.“
Páll Sigurðsson bóndi á Hofi tjáði Gísla Gestssyni, að sést hafi til
steina, sem líktust hleðslu eða stétt út undan gamla bænum á Hofi. Þá
hefur einnig verið getið um grjóthleðslur sem jafnað var úr með jarð-
ýtu, austan við bæinn. f hitaveituskurðinum komu fram grjóthleðslur í
brekkubrúninni fyrir framan bæinn og sömuleiðis nokkru austan við
bæinn.
Fornleifarannsóknir hafa því miður ekki verið gerðar á þeim minjum
sem hér hafa verið nefndar til að framan. Full ástæða væri þó dl þess,
því að ekki er nokkur vafi á að Hof á sér lítt kannaða og merkilega
sögu, sem skilið hefur eftir sig óvenju forvitnilegar minjar.