Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1983, Page 130
ÞÓRÐUR TÓMASSON
KATRINARKELDA
Þáttur minn Katrín helga og Katrínarsel í Árbók 1982, bls. 109—113,
beinir rannsókn varðandi ákall íslenskra miðaldamanna til heilagrar
Katrínar frá Alexandríu nokkuð inn á nýja braut. Vert er að geta þess
að örnefnið Katrinarkelda er til hjá frændþjóð okkar í Færeyjum, í
Nólsoy nánar tiltekið. Um lindina leitaði ég fræðslu hjá Jóhan Hendrik
W. Poulsen cand. mag. ritstjóra færeysku orðabókarinnar á Fróðskapar-
setri Færeyja og fékk svar í bréfi 8. febrúar 1983: „Katrinarkeldu kunnu
nólsoyingar enn vísa á, men eingin frásogn er um upprunan at navnin-
um. Skrivstovukona okkara, Hjordis Jensen, sum er ættað úr Nólsoy,
fregnaðist um hetta fyri meg, nú hon var har úti um vikuskiftið. Helst
er navnið komið av einihvorji bygdarkonu, sum hevur á einhvonn hátt
havt samband við hesa keldu. Annars segði hon frá gomlum nólsoy-
ingi, Pól á Mýrini, at abbi hansara var vanur at fáa sær vatn úr hesari
keldu, tí tað var so gott (helst fyri heilsuna).“
Líklegt er að nöfnin Katrínarlind á íslandi og Katrinarkelda í Færeyjum
eigi sér sama uppruna og styrkist heldur af heilsubótarvatni lindanna
beggja.
LEIÐRÉTTING VIÐ ÁRBÓK 1982.
í grein Guðrúnar Sveinbjarnardóttur: Byggðaleifar á Þórsmörk er átta-
villa á bls. 26, þar segir: að tvö kuml séu á bakkanum vestan við bæjar-
stæðið, en á að vera sunnan við bæjarstæðið. Hið rétta kemur reyndar
fram í tilvitnun í Pál Sigurðsson á bls. 24 í sömu grein.