Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1983, Síða 175
SKÝRSLA UM ÞJÓÐMINJASAFNIÐ 1983
179
Hólmfríður Gunnarsdóttir, R.; Gerður Pálsdóttir, R.; Guðný Ámunda-
dóttir, R.; Sveinbjörn Jónsson, Seltjn.; Lise Kværnrup, Danmörku;
Elín Pálmadóttir, R.; Guðrún Jónsdóttir, R.; Póst- og símamálastofn-
unin, R.; Ólafur Pá Svavarsson; Finnska mynsláttan, Helsinki; Por-
björg Benediktsdóttir, R.; Anna Kristmundsdóttir, R.; Ólafur Sigurðs-
son, R.; Louise Ólafsdóttir, Hverag.; Halldór Sigurðsson, R.; Þorkell
Skúlason, Kópav.; Jón Jónsson, R.; Rannsóknarlögreglan, Kópav.; Elín
Pálsdóttir, R.; Ari Gíslason, Akranesi; Ragnar Guðmundsson, R.;
Steingrímur Westlund, R.; María Thorsteinsson, R.; Kristín Jónsdóttir
og Jón Óskar, R.; Elsa E. Guðjónsson, R.; Páll Lýðsson, Litlu-Sandvík;
Kristjón Ólafsson, R.; Hannes Pétursson, Álftanesi; db. Sigurðar Inga
Sigurðssonar, R.; Guðrún Ólafsdóttir, Garðabæ.
Fomleifarannsóknir og fornleifavarzla.
Haldið var áfram rannsóknum á Stóru-Borg undir Eyjafjöllum eins
og áður og stjórnaði Mjöll Snæsdóttir fornleifafræðingur því verki, sem
kostað var af framlagi því, sem safnið fær úr Þjóðhátíðarsjóði. Mjög
mikil ótíð olli því, að minna var hægt að rannsaka en til stóð og var
aðeins hægt að vinna við rannsóknirnar frá 4. júlí til 13. ágúst, þó með
hléum. — Grafin var upp rúst austan í bæjarhólnum, en óvíst er um
aldur hennar. Vestast í hólnum var grafið í tvær rústir og er sú neðsta
hugsanlega frá 15. öld.
í Þingnesi við Elliðavatn var Guðmundur Ólafsson safnvörður ásamt
Þorkatli Grímssyni safnverði frá 6.-22. júlí með hléum, en sama er þar
að segja, að gefast varð upp fyrr en til stóð vegna ótíðarinnar. —
Hreinsað var ofan af hluta af steinlögn og henni fylgt eftir þar sem frá
var horfið árið áður, og virðast þar vera leifar af hringlaga grjótgarði,
líklegast frá miðöldum.
Guðmundur Ólafsson kannaði einnig ýmsa staði aðra og er einkum
að nefna rústir á Hámundarstaðahálsi í Árskógsstrandarhreppi í Eyja-
fjarðarsýslu, sem síðan voru friðlýstar, fornar rústir á Hjálmsstöðum í
Laugardal, rústir hjá Eldvörpum á Reykjanesi, minjar í Þerney, rústir í
Holtum í Rangárvallasýslu og rústir í Eyvindarveri og við Innra-Hreysi
á Sprengisandsleið, sem hann kannaði ásamt Gísla Gestssyni fv. safn-
verði, sem skrifaði um þær skýrslu. Var það gert á vegum Landsvirkj-
unar, en þarna mun land fara á kaf að hluta vegna fyrirhugaðra virkj-
ana, þó mun rústin af Eyvindarkofa í Eyvindarveri ekki í hættu.
Guðmundur hafði einnig umsjón með fornleifaskráningu, sem Bjarni
Einarsson fornfræðingur annaðist í nágrenni Reykjavíkur og í landi
Garðabæjar, og var það kostað af Reykjavíkurborg og af Garðabæ.