Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1983, Page 178

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1983, Page 178
182 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS kirkjan hið snotrasta hús. - Þjóðminjasafnið lánaði þangað gripi svo að hún mætti kallast fullbúin, altaristöflu frá Melum í Melasveit, prédikun- arstól úr Staðarkirkju í Grindavík og gamla skírnarfatið frá Sjávarborg- a’rkirkju var sett þangað aftur. Kirkjan er á fornleifaskrá og eign safnsins. Lokið var viðgerð málarastofu Arngríms Gíslasonar í Gullbringu í Svarfaðardal, sem lengi hefur verið á fornleifaskrá en dregizt hafði mjög úr hömlu að gera við. Seðlabanki íslands hafði boðizt til að kosta við- gerðina í minningarskyni við dr. Kristján Eldjárn og sá Hjörleifur Stef- ánsson arkitekt um hana. Eru stofan og húsið í Gullbringu nú hin allra- snotrustu hús og stofan einstök sinnar gerðar, fyrsta málarastofa á ís- landi. — Má þá geta þess, að fyrir jólin kom út bók dr. Kristjáns Eld- járns um Arngrím málara, fremsta alþýðulistamann íslands á 19. öld. Lokið var viðgerð Grundarkirkju í Eyjafirði, sem safnið hefur haft hönd í bagga með alla tíð og kostað að miklu leyti, einkum fyrir fram- lög úr Þjóðhátíðarsjóði. Er nú aðeins eftir að endurnýja grindverkið umhverfis kirkjuna, en það verður fært út svo að hún njóti sín betur, einkum ef ný tré verða gróðursett utar eftir því sem hin gömlu falla. Enn var unnið að endursmíð stærra verzlunarhússins frá Vopnafirði í Árbæjarsafni og sá Pétur G. Jónsson um viðgerðina. Voru settir gluggar á húsið og kvistur á þakið sunnanvert, en vegna ótíðar varð ekki meira gert. — Húsið er nú notað sem geymsla, settar inn þar gamlar bátavélar og einn gamall vélbátur, Norðurljósið. Þess má geta hér vegna þess sem sagði í síðustu skýrslu um gamla húsið í Vogi, að þeir Hjörleifur Stefánsson og Þórarinn Eldjárn fengu eignarheimild á því og réðust í að taka það ofan og setja viðina í geymslu. Má þá setja það upp aftur síðar annars staðar þar sem það kann að þykja eiga heima, en mikið þarf að endurnýja af viðum þess. — Loks ber að nefna, að Lilja Árnadóttir hóf rannsókn á gömlu byggðinni á Eyrarbakka, sem er einn liður í húsakönnun þeirri, sem hafizt hefur verið handa um á nokkrum stöðum, einkum á vegum Húsafriðunarnefndar. Er slík könnun undirstaða þess, að frekari rann- sókn eða friðun húsa geti átt sér stað. í Nesstofu var unnið talsvert í múrverki, einkum endurnýjaðir veggir milli apóteks og herbergis lyíjasveins og milli þess herbergis og lyíja- stofu (laboratorís). Einnig var kannað eldstæðið þar, steyptur stöpull undir háfinn yfir því og lögð timburgólf í apótekið og móttökuher- bergi, grafið fyrir lögnuin úr húsinu og hafinn undirbúningur að endurnýjun hitalagnar. Ekki hrökk fjárveiting ársins fyrir þessum
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.