Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1983, Síða 180
184
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
vestur þar. Egill Ólafsson á Hnjóti hefur nú afhent sýslunni safnið til
eignar, en hann hefur unnið ósleitilega í fjölda ára að söfnun og upp-
byggingu safnsins. Húsið sem reist var yfir það er að sönnu ekki stórt,
en hæfir safninu þó vel um sinn.
Á Reykjum var unnið talsvert að frágangi viðbyggingarinnar við
safnhúsið, og má hún nú heita langt komin.
Staðarkirkja í Hrútafirði var færð af grunni, nýr grunnur steyptur og
hún síðan sett þar að nýju, klæðning var endurnýjuð og byggt skrúðhús
og forkirkja, sem ekki voru þó áður. Var það lausn á þröngu plássi í
kirkjunni og virtist fara allvel.
Ekki var hafizt handa um viðgerð Búðakirkju né Árneskirkju, en
undirbúningur hafinn. Sama er að segja um Hrafnseyrarkirkju, þar stóð
til að gera nýjan grunn undir kirkjuna sem fyrsta áfanga. Ekki var
heldur hafizt handa um viðgerð Staðarkirkju í Steingrímsfirði, en kirkj-
ur þessar eru ekki beinlínis undir vernd eða umsjá Þjóðminjasafnsins,
þótt það hafi reynt að koma viðgerð þeirra í kring.
Viðgerð Grundarkirkju var lokið, svo sem fyrr er frá skýrt, og einnig
var lokið trésmíðinni í Möðruvallakirkju, en eftir er nú aðeins að mála
hana.
Ekkert var gert við Hjarðarholtskirkju á árinu, en Staðarhólskirkju,
sem skemmdist mikið er hún fauk af grunni í febrúarveðrinu 1981, var
gert við undir umsjá heimamanna.
Sjóminjasafn.
Sjóminjasafnsnefnd hélt áfram störfum með sama hætti og áður, en
þar eð tveir nefndarmenn, Alexander Stefánsson og Sverrir Hermanns-
son tóku sæti í ríkisstjórn, hættu þeir störfum í nefndinni, en í stað
þeirra komu Jónas Guðmundsson rithöfundur og Ólafur G. Einarsson
alþingismaður.
Haldið var áfram viðgerð Bryde-pakkhússins og hússins við enda
þess, þar sem slökkvistöðin var áður, en allmjög vantar á, að viðgerð
síðarnefnda hússins sé lokið. Brydehúsinu má heita lokið nema innrétt-
ingu í risi.
í sambandi við 75 ára afmæli Hafnaríjarðarbæjar 1. júní var efnt til
sögusýningar í Bryde-húsinu sem hófst 4. júní. Var hún að hluta til
sjóminjasýning, einkum voru sýnd þar ýmis skipalíkön og myndir, sem
að hluta til var fengið að láni frá stofnunum og einstaklingum.
Til sjóminjasafnsins var fenginn gamall opinn trillubátur frá Hegg-
stöðum á Heggstaðanesti, smíðaður 1927, og gerðar ráðstafanir til við-
gerðar hans. Bátnum Norðurljósinu frá Bolungavík, sem nefndur var í