Óðinn - 01.01.1929, Blaðsíða 2

Óðinn - 01.01.1929, Blaðsíða 2
2 ÓÐINN Þjóðleikhúsið, Forsaga. 1923 álitu þeir, sem höfðu barist fyrir þjóð- leikhússhugmyndinni að málið væri tapað, en þá kom Jónas alþingismaður Jónsson, sem nú er kirkju- og mentamála-ráðherra og bauð lið- sinni sitt og sinna skoðanabræðra til þess að taka málið upp að nýju. Það, sem þingmað- urinn bauð, voru 12—-15 atkvæði. Aðalskilyrðið, sem hann setti, var að Jakob Möller bæri málið upp í neðri deild, sem hann líka gerði. Nýungin, sem fram var borin, var að láta skemtanaskatt- inn úr kaupstöðum með 1500 ibúum eða fleiri ganga til að koma leikhúsinu upp, og svo síðar til að styðja leiki, sem þar færu fram. Málið gekk til mentamálanefndar, og þar var fyrir sjera Sigurður Stefánsson, sem tók því tveim höndum, og ákvað, að nefndin skyldi ekki slíta fundi fyr en þeir væru búnir að laga það í nefndinni, og breytingartillögur hennar komu á þingið morguninn eflir. Málið kom til mentamálanefndar efri deildar. t*ar tók jungfrú Ingibjörg Bjarnason málinu líkt og sjera Sigurður í neðri deild. Jónas Jónsson var þar lika í nefndinni, og það var síðan sam- þykt þar með öllum atkvæðum. Fyrir þá sem málinu unna er vert að geta þess, að nokkru síðar var fyrir þinginu uppástunga um að skifta skemtanaskattinum á milli landsspítalans og leik- hússins, en þá stóð jungfrú Ingibjörg Bjarnason upp og sagði — þrátt fyrir það að landsspítal- inn hefur alt af verið henni sjerstaklega hjart- fólginn — að það yrði að eins til þess, að hvorug stofnunin kæmist upp. — Því máli er vel farið, sem einasta þingkonan okkar styður. Þegar málið spurðist í útlöndum, mætti það eindreginni aðdáun, að leysa hnútinn á þennan hátt og láta þær skemtanir, sem minna eru verð- ar, bera þá bestu, »þetta ætti hver kenslumála- ráðherra og öll þing að taka upp« stóð í þýsku blaði, og Alþingi hefur fátt gert sjer til meiri sóma, en að nota skemlanaskattinn á þennan hátt, Þrír turnar. Á menningu hvers lands eru þrír turnar, sem gnæfa hæst. Það er fyrst og fremst kirkjan. Grundvöllurinn undir hana var lagður hjer á landi 1096 með tíundarlögunum. Annar turninn er Háskólinn. Grunnurinn undir hann var lagð- ur á fæðingardegi Jóns Sigurðssonar 1911, og litlu siðar. Nú er mjer sagt, að þó háskólinn megi heita að hafa húsnæði til ítrustu nauð- synja, þá hafl stjórnin ákveðið að byggja veg- legt hús yfir háskólann fyrir þrjá fjórðu miljón- ar króna, og þá má segja að sá turninn sje sæmilega reistur. Grunnurinn undir þriðja turn- inn — leikhúsið — er einnig lagður; það á að verða til á næstu árum, og teikningar sýna hvernig það á að vera. Framhlið og vesturhlið leikhússins. Teikningarnar, sem hjer eru prentaðar, eru eftir húsameistara ríkisins hr. Guðjón Samúels- son. í vetur var farið með þær til útlanda og þær sýndar þar, bæði listamönnum og mönnum, sem um langan aldur hafa unnið daglega á leik- húsum, til þess að þeir gætu gert tillögur um, ef einhverju þyrfti að breyta. Húsið er 27 metrar á breidd nema nyrst, þar er það breiðara. Fremri brún framhliðarinnar er 15 metrar á hæð, og turninn yfir leiksviðinu er 25 metrar á hæð. Lengd hússins eru 50 metrar. Allir, sem sáu teikningar af húsinu, málarar, leikarar, listamenn og leikhúsmenn ytra, luku eindregnu lofsorði á teikninguna. Það er stór- ágætt sagði Adam Poulsen. Þegar maður horfir á þessa framhlið, sagði Carl listmálari Lund, sem þekkir alla byggingarstíla, þá finnur maður til þess, að nú er maður á tslandi. Sonur Ivars Smidt leikhússtjóra sagði með innilegustu hrifn- ingu um teikningarnar: »Jeg hef sjeð fjölda af leikhúsum, og þar á meðal söngleikhúsin í Berlín og Yínarborg, sem ákafiega mikið er borið í, en teikningarnar yðar eru svo einfaldar og göfugar, að þær vekja hjá mjer enn þá ein- lægari aðdáum. Leiksviðsturninn er hafður svona hár til þess að öll tjöld verði dregin beint upp í loftið, án þess að neðri brúnin sjáist frá áhorfendunum. — Allar vindur til að vefja þau upp á svigna æfinlega niður í miðjunni, og verða óbrúkandi eftir nokkurn tíma. Gólfteikningarnar. Áhorfendaplássið hefur liðug 500 sæti, með sætunum á pallinum, sem ekki sjest á mynd- inni. Á gólfinu eru 416, og tvær hliðarstúkur,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.